Tölvumál - 01.06.1981, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.06.1981, Blaðsíða 2
2 TÖLVUMÁL HEIMSÓKN MICHAELS JACKSONS Margt var um manninn dagana 13. og 14. apríl sl. í Kristals- sal Hótels Loftleiða, en þá gekkst Skýrslutæknifélagið fyrir almennum félagsfundi,fyrri daginn, og námstefnu, síóari daginn. Báóa dagana var Englendingurinn Michael Jackson fyrirles- ari og fræddi hann menn um aðferð þá við forrita- og kerfis- hönnun, sem hann er höfundur að, eða "The Jackson Method (JSP) for program and system design" (JSP stendur fyrir Jackson Structured Programming). Segja má aó þéttskipaó hafi verið í fundarsalnum báóa dag- ana. Félagsfundinn sóttu um 90 manns og námstefnuna sóttu um 55 manns. Michael Jackson er liflegur fyrirlesari og átti hann auð- velt með aó halda athygli áheyrendanna vakandi. Á félags- fundinum útskýrði hann meö ljósum dæmum undirstöðuatriði og helstu hugtök aðferðar sinnar. Á námstefnunni fór hann síóan all miklu nánar niður í einstök atriói þessara fræða. Til aðstoðar Michael Jackson var Dick Nelson, sem er for- stöðumaður deildar Michael Jackson Systems International Ltd. i Sviþjóð. Höfðu þeir félagar samvinnu um að svara spurningum þátttakenda, sem voru fjölmargar og leiddu reyndar til liflegustu umræóna báða dagana. ÚR BÓKAHILLUNNI Borist hafa eftirtalin gögn og eru þau i vörslu ritara, Óttars Kjartanssonar, i sima SKÝRR 86144: 1 Edb-bulletin 2/81, 47 bls. Útgefandi: Edb-rádet i Danmörku. 2 Sprákdata Research Report 1980. 22 bls. Útgefandi: Institutionen för sprákvetenskaplig databehandling - Sprákdata, Göteborgs Universitet. 3 IFIP Information Bulletin, February 1981, No. 15. 70 bls. Útgefandi: IFIP - International Federation for Information Processing. 4 Link. Issue 91, March 1981. Útgefandi: IBM United Kingdom Limited. Umboðsaóili: IBM á íslandi. 5 Dagskrá og innritunargögn: Impact of data protection environment on management and investment decisions. Ráðstefna á vegum ICC - Inernational Chamber of Commerce, haldin i París, 24.-25 júní 1981. 6 Seminar- og utstillingsprogram frá Den Norske Data- forening: Det automatiserte kontor, sem fram fer á Hotel Scandinavia í Osló dagana 1. og 2. júni 1981. Ásamt dagskrá og innritunargögnum eru i bæklinginum liðlega 30 auglýsingar frá þátttakendum i umræddri sýningu.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.