Tölvumál - 01.11.1981, Blaðsíða 1

Tölvumál - 01.11.1981, Blaðsíða 1
? ? E7 L____r -\ C0 Útgefandi: Skýrslutæknifélag Islands Pósthólf 681,121 Reykjavík Höfundum efnis áskilin öll réttindi Ritnefnd: 0ttar Kjartansson, ábm. Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson 7. tölublað, 6. árgangur Nóvember 19 81 FÉLAGSFUNDUR UM ÖRTÖLVUTÆKNI Skýrslutæknifélagið boðar til félagsfundar í Norræna húsinu þriðjudaginn 1. desember 1981 kl. 14.30. Á fundinum munu tveir fyrirlesarar hafa framsögu um spurninguna: Hvaó er örtölva? Fyrst mun dr. Sigfús Björnsson, dósent, taka til máls og ræða um þróun örtölvuvélbúnaðar og framtiðarhorfur. Sióan mun dr. Oddur Benediktsson, dósent fjalla um örtölvuhugbúnað og CP/M-stýrikerfið. Þeir Sigfús og Oddur eru meðal þeirra háskólamanna hér á landi, sem lagt hafa sig fram um að fylgjast meö og taka virkan þátt í örtölvubyltingunni svonefndu og þá hvor á sinu sviði, þ.e. á sviði vélbúnaðar annarsvegar og á sviði hugbúnaðar hinsvegar. Þessi félagsfundur ætti þvi að geta oróið góð vióbót við þá umræóu, sem þegar hefur orðið hér á landi um þessa nýju tækni. Aó loknum framsöguerindum veröa umræður um efnió og fyrirspurnum svarað. Greinargerð lyklaborðsnefndar Svo sem frá var greint i Tölvumálum i júni sl. skipaði stjórn Skýrslutæknifélagsins táknstaólanefnd, til að endur- skoða tillögur að stöðlum um 7 bita og 8 bita gagnaskrán- ingarkódana og tillögu aó stöóluóu lyklaborði fyrir rit- vélar og skráningartæki. Auðun Sæmundsson tók að sér aó veróa i forsvari fyrir þessu starfi og stofnaói hann til undirnefnda eða vinnuhópa fyrir hvert þessara þriggja stöðlunarverkefna. ATH.: Vettvangskynning veróur hjá Flugleióum hf föstu- daginn 11. desember. Lesið nánar um hana á bls. 2

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.