Tölvumál - 01.11.1981, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.11.1981, Blaðsíða 5
TÖLVUMÁL 5 Fyrir utan þessa nemendur, sem taka tölvufræði á námsbrautum sinum, eiga allir nemendur skólans kost á að velja sér áfanga i tölvufræóum og hafa sumir nýtt sér það. NÚ aó lokum þá er i bigeró aó stofna sérstaka braut á tækni- sviði, sem gerir nemendum á rafiónaðarbraut kleift aö sér- hæfa sig á tæknilegu hlið tölvunnar. Hugmynd hefur einnig komió upp -um aó kenna vélritun á tölvuskerma. Notkun kennslu- forrita hefur einnig verið til umræóu. Úlfar Hauksson: KENNSLA í GAGNAVINNSLUGREINUM VIÐ MENNTAS KÓLANN A AKUREYRI í Menntaskólanum á Akureyri hefur kennsla i gagnavinnslu- greinum verió af skornum skammti til þessa, ef frá er talin forritun, sem kennd hefur verið, fyrst i sambandi við stærö- fræóikennslu en siðan einnig sem sjálfstæó valgrein. Fyrsta kennslan var i þvi fólgin aó kenna nemendum að nota forritanlegar reiknivélar (1971-72) en siðan var farió aó kenna forritunarmál, fyrst FORTRAN, þá APL og nú sióustu árin, eftir tilkomu litillar PET-vélar, BASIC. Önnur kennsla i gagnavinnslugreinum hefur ekki fariö fram innan raxmna stundaskrár, en námskeið og fyrirlestrar hafa verió haldin þess utan og hefur áhugi nemenda og kennara á þessum greinum verió mikill. yið hugsum okkur aó sjálfsögöu aó taka upp frekari kennslu i gagnavinnslufræöum. Hvernig þeirri kennslu veröur háttaó, er ekki fullmótaó, en hún verður þó i anda hinnar nýju sam- ræmdu námsskrár fyrir framhaldsskóla á Noróurlandi. Þaó sem ég segi hér eru þvi minar hugmyndir, fremur en fastmót- aðar áætlanir skóla norðan heióa. I skólakerfinu hefur megininntak kennslu i gagnavinnslu- greinum hér á landi verið forritun eins og greinilega hefur komió fram hér á undan. Nemendum hefur verió veitt innsýn i forritunarmál eitt eða fleiri. Einhverjar breytingar eru þó aó verða á þessu og er það vel, þvi framundan eru án efa miklar breytingar á tölvum, tölvu- búnaói og tölvunotkun og er liklegt aó þróunin verói sist hægari á næstu árum en hún hefur verið. Vió getum búist við þvi að sjá einhvern anga af tölvuvef (Computer networks) á þessum áratug, þó svo að vió veróum eitthvað á eftir ná- grönnum okkar. Fyrr eóa siðar verða jaóartæki i öllum krók- um og kimum atvinnulifsins og jafnvel á heimilum okkar einnig. Þó einhver timi kunni enn að vera til stefnu held ég að nú sé ágætur timi fyrir skólamenn til að staldra vió og spyrja spurninga sem þessara: Hvaða gagnavinnslugreinar á aó kenna? Hverjum á að kenna þær? Hvar á aó kenna þær? Hvernig? Og e.t.v. lika hver á aó kenna þær? (Sú sióasta er e.t.v. óþörf, þvi aó skólakerfió hlýtur i framtiðinni aó taka þessar greinar aó sér).

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.