Tölvumál - 01.11.1981, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.11.1981, Blaðsíða 7
TÖLVUMÁL 7 "SKRIFSTOFA FRAMTÍÐARINNAR" VAR FJÖLSÓTT Stjórnunarfélag íslands og Skýrslutæknifélag íslands gengust sameiginlega fyrir námstefnu um skrifstofu framtíðarinnar hinn 1. október 1981 og sýningu á skrifstofutækjum fram- tíðarinnar dagana 2.-4. október 1981. Þátttaka i þessu hvorttveggja fór langt fram úr því, sem áætlað hafði verið. Hátt á annaó hundrað manns sóttu námstefnuna. Var þetta næstum tvöföld sú tala, sem gert hafði verió ráð fyrir. Leita þurfti eftir stærra húsnæði, en fyrst var áætlað að nota. Fékk námstefnan inni i Hátíðarsal Háskóla Islands, sem rúmaði vel þennan stóra hóp. Námstefnuna setti Höróur Sigurgestsson, formaður Stjórnunar- félags íslands og hafói hann siðan fundarstjórn á hendi. Flutt voru sjö stutt framsöguerindi. Þrír framsögumannanna voru erlendir - raunar allir frá Bandarxkjunum. í lokin stýrði dr. Jón Þór Þórhallsson, formaður Skýrslutæknifélagsins, hringborðsumræðum, þar sem framsögumenn voru þátttakendur. Aö námstefnunni lokinni var þátttakendum boóið til aó vera við opnun sýningarinnar á skrifstofutækjum framtióarinnar. Sýningin, sem haldin var i Kristalssal Hótels Loftleióa, var siðan opnuð almenningi 2. október. Þar sýndu nitján fyrirtæki og stofnanir fjölbreytilegan búnað, sem ætla má, að notaður verði á skrifstofum i framtióinni. Geysilega mikil og stöóug aósókn var aó sýningunni allan þann tima, sem hún var opin. Uröu sýningargestir alls nokkuð á þriöja þúsund. Veröur að játa, aó stundum var meira fjöl- menni á sýningarsvæöinu en góðu hófi gegndi og máttu menn satt að segja bæði standa þétt og teygja fram álkurnar, þegar þeir vildu fylgjast með þvi, sem fram fór i hinum einstöku sýningarbásum. "Ég er i tölvum, i hverju ert þú?"

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.