Vísir - 10.01.1962, Page 3

Vísir - 10.01.1962, Page 3
I : Miðvikudagur 10. janúar 1962 sí,-gyrr. Tónar í kirkjuhvelfingu Það var hátíðleg stund í Landakotskirkjunni um síð- ustu helgi, þegar tveir kórar bundust samtökum um að flytja jólatónleika þar. Voru það Kvennakór Slysavarnar- félagsins og Karlakór Kefla- víkur, sem höfðu samvinnu um þetta. Um fyrri helgi höfðu samskonar kirkjutón- leikar farið fram í Keflavík- urkirkju. Kórarnir sungu bæði ein- ir sér og sameinaðir. Stjóra- andi var Hribercek, en ein- söngvarar Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir, Eygló Viktors- dóttir og Sverrir Olsen. Páll ísólfsson lék með kórunum og ennfremur lék hann ein- leik. Söngskráin var mjög fjöl- breytt, bæði innlend og er- lend lög, en stærsta og erfið- asta verkið var „Guð er minn hirðir“ eftir Schubert. Myndsjá Vísis í dag birtir tvær svipmyndir frá þessum tónleikum. Á efri myndinni sjást þeir stjórnandinn Hri- bercek og Páll ísólfsson á- samt hluta af kórnum, en á neðri myndinni er stemn- ingsmynd úr hinni kaþólsku Kristskirkju. Var mikil að- sókn að tónleikunum og urðu margir að standa eins og myndin sýnir. sem er sjúklega háð föður sín- um. David Niven sýnir skýrt hinn útlifaða heimsmann, sem er að tapa baráttunni við aldur- inn og getur ekki orðið ánægð- ur með neitt, þar sem hann veit ekki eftir hverju hann sækist. Deþorah Kerr er þó þeirra bezt og er frábær þar sem hún kem- ur að unnustanum í fanginu á annari konu. Það sem mynd þessi sýnir ljósast er að auður án andlegs lífs er engu síður bölvun en blessun. Ó. S. Áskrrftasími Vísis er 1-16-60 Sumarást (Bonjour Tristesse) er jólamynd Btjörnubíós í ár. Hún er gerð eftir bók Francoise Sag- an, sem mikið selst, en fengið misjafna dóma. Myndin fjallar um föður (David Niven) og dóttir hans (Jean Seberg), sem búa í velsæld á Rivierunni og um ekkert annað að hugsa en aá skemmta sér. Hann hefur ástmeyjar, en aldrei þá sömu lengi. Svo fer þó að vinkona látinnar konu hans (Deborah Kerr) kemur í heimsókn og á- kveða þau að giftast. Dóttur- inni þykir þetta draga athygli föðurins um of frá sér og tekst að koma í veg fyrir giftinguna með óhugnanlegum ráðum. Mynd þessi er ákaflega vönd- uð og vel gerð. Aðalleikarar fara allir vel með hlutverk sín. Jean Seberg leikur mjög vel hina frísklegu ungu stúlku,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.