Vísir - 10.01.1962, Síða 15

Vísir - 10.01.1962, Síða 15
Miðvikudagur 10. jan. 1962 VISIR 15 MorSinjti í htísitufj — Við skulum koma inn, Jim, sagði Collard. — Viljið þér gera svo vel að bíða hérna, hr. Harrison. Lögreglu þjónn! Farið þér bak við hús- ið og lítið eftir hvort lögreglu þjónn er þar á verði ennþá .. . Hann skildi Harrison eftir og hljóp upp að húsdyrunum og Widd elti hann. Lögregluþjónninn greikk- aði sporið líka. Harrison gapti af undrun. Collard hringdi bjöllunni og barði á dyrnar, og beið svo. Susan gat ekki losað af sér sængina, sem maðurinn hafði fleygt yfir hana. En hún gat grillt í manninn, sem kom hlaupandi niður stigann. Hún riðaði upp að þilinu til þess að reyna að forðast hann. Á næsta augnabliki fann hún að hann þrýsti sænginni að henni, eins og hann ætlaði að reyna að kæfa hana. Sængin þrýstist upp að vitunum, svo fast að Susan átti erfitt með að anda. Hún reyndi að ná andanum betur, með því að opna munninn, en þá var sænginni þrýst inn í munninn á henni. Hún var að kafna. Hún gat ekki hljóðað. Hún gat ekki hreyft handleggina, því að maðurinn hélt svo fast um þá. Hún reyndi að sparka, en hitti horn af synginni, og við næstu tilraun sparkaði hún út í loftið og var nærri dottin. Svo fann hún að hann var kominn með höndina undir sængina. Fingurnir fálmuðu á andlitinu á henni, hökunni — og svo hálsinum. Hún fann að þeir voru heitir og votir. Svo fann hún að hann þrýsti þumalfingrinum að barkan- um á henni. Hún vissi hvað hann ætlaði að gera. Ef hann kreysti nógu fast, mundi hún hætta að anda. Þetta var vont — og það varð enn verra. Hún gat ekki andað — hún gat ekki andað! Allt í einu gerðist eitthvað. Þrýstingurinn varð minni — Það var líkast og eitthvað hefði gerzt, sem kom honum til að breyta ákvörðun. Hún sparkaði og fann að táin rakst í eitthvað hart. Svo sleppti höndin takinu. Hún var frjáls eitt augnablik — gat andað eitt augnablik. Hún reyndi að svipta sæng- inni af sér, en hún var föst, og Susan var að kafna úr hita 47 Allt í einu hætti hún að brjót- ast um — það var þýðingar- laust. Hún varð að vera alveg róleg, annars var vonlaust að komast lífs af ... Hún heyrði að barið var á hurðina og hringt. Og nú sá hún pervisalegan, sköllóttan mann, sem stóð hjá henni og starði á hurðina, eins og hann væri dáleiddur. Hún gat ýtt sænginni frá, í sömu svifum sem maðurinn leit við. Hún sá að morðfýsnin skein úr augum hans, hún var sann- færð um að hann ætlaði að drepa hana. Hún sneri sér hljóðandi frá og hljóp gegnum eldhúsið. Hjálp! Hjálp! Hjálp! Hún heyrði gler brotna. Sköllótti maðurinn hafði elt hana en numið staðar þegar hann heyrði brotahljóðið í glerinu. Hann skildi auðsjáanlega að lögreglan var að brjótast inn. Svo sneri hann við, hljóp að stiganum og upp. Tveir menn brutust inn um eldhúsdyrnar en Collard og annar maður komu inn um forstofudyrnar. — Uppi! stundi hún. — Hann er uppi. Einn lögreglumaðurinn straukst framhjá henni, ann- ar tók hendinni um herðar henni og hélt fast. Þá fyrst tók hún eftir að hún skalf eins og hrísla. Hann studdi hana að næsta stól og lét hana setjast. Hún heyrði und arlegt hljóð, upp aftur og aft- ur. Hún var talsvert lengi að átta sig á, að það var frá tönn unum, sem glömruðu í munn- inum á henni. — Látið mig reyna rúðuna, kallaði Widd þegar fyrsta óp- ið heyrðist innan úr húsinu Og svo rak hann olnbogann í rúðuna í útihurðina og tókst að opna hana. Collard æddi inn í forstofuna á undan hon- um. Susan King var í eldhús- inu, föl sem nár. Efst í stig- anum sá hann sköllóttan mann, sem leit um öxl. Lýs- ing Medleys hafði verið ná- kvæm. Collard hljóp upp stigann, fljótar en Widd hafði nokk- urn tíma séð hann hlaupa, og Widd elti hann-. Sá sköllótti hikaði í svip, svo hljóp hann áfram o ginn í eitt herbergið bakatil á loftinu. Hann skellti hurðinni eftir sér, en Collard hafði komið fætinum inn fyr- ir þröskuldinn. Collard vatt sér inn úr dyrunum eins og kólfi væri skotið, og þarna stóð Whitehead á miðju gólfi, í hnipri og örvæntingin skein úr augunum á honum. Collard beið ekki boðanna en réðst á hann. Whitehead reyndi að snarast undan, en Collard greip um hægri úlflið hans og sneri á handlegginn. — Handjárn, Jim, sagði Col lard rólega. Og handjárnin smullu að úlfliðunum. Eftir augnablik sagði Widd — Það er blóð á hnjánum á honum. Þegar þeir leituðu í vösum hans fundu þeir þúsund dollarana, sem hiöfðu horfið úr tösku Morgans. Þeir fundu líka miða með heimilisfangi Morgan-stúlkunnar, sem myrt hafði verið. Collard horfði á Whitehead og sagði: — Eruð þér Matt- hew. John Whitehead frá Riv- er View Chambers, Trenton Street, Chelsea? Whitehead reyndi að segja eitthvað, en varirnar titruðu svo mikið að ekki heyrðist orð. Hann kinkaði kolli. — Matthew John White- head, það er skylda mín að handtaka yður fyrir að hafa af ásettu ráði myrt Jack Morgan ofursta, ameríkansk- an borgara. Það er líka skylda mín að láta yður vita að allt sem þér segið getur orðið notað sem sönnunar- gögn gegn yður. Yður er fyr- ir beztu að gera fulla játn- ingu. Hvers vegna myrtuð þér Morgan ofursta? Whitehead tautaði eitthvað sem ekki skildist. — Svarið þér! sagði Col- lard. — Hvers vegna drápuð þér hann? Og hvers vegna drápuð þér stjúpdóttur yðar ? Yður kemur ekki að neinu gagni að þegja. — . . . málaflutningsmann, umlaði Whiíehead. — Ég verð að fá að tala við mála- flutningsmanninn minn. Ég þarf á ráðum að halda. Það er maður . . . maður sem heit- ir Medley. Ég verð að hitta Medley, ég þarf á ráðlegging- um að halda. — Enginn lögfræðingur í veröldinni getur hjálpað yð- ur, sagði Collard. — Widd, farið þér með hann til Scot- land Yard undir eins. Símið til Medley þaðan og spyrjið hvort hann vilji vera verjandi Whiteheads. Svo fór Collard að tala við Susan. HEIMKOMA. Steve leit upp þegar hann heyrði rödd Collards. Hann heyrði glamra í lyklum í klefa dyrunum og gerði ráð fyrir að Collard þyrfti að tala við sig. Hann var í vafa um hvort hann gæti sagt fulltrú- anum nokkuð meira. Fyrst nú var hann farinn að jafna sig eftir fréttina um dauða Morgans. Og hvenær sem hann hugsaði til morðsins fylltist hann nístandi kvíða. Aðeins hann og Susan höfðu verið í húsinu. Collard og tveir menn aðr- ir komu inn í klefann. Steve varð hissa þegar hann sá svipinn á Collard. Því að full- trúinn brosti glaðlega, augun voru skær og hann leit út eins og hann væri nýkominn úr sumarleyfi. Steve stóð upp. — Halló, Parnell, sagði Colalrd. — Ég hef góðar frétt ir að færa yður, og þér getið farið héðan strax. Hann virt- ist vera glaður yfir erindinu, og brosið varð enn breiðara þegar hann sá svipinn á Steve Það var eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum, en um leið eins og fargi væri létt af honum. Steve varð hugsað til Sue. — Ég ætla ekki að tala við yður nema fáeinar mínútur núna, sagði Collard, — og ég held að ég geti sagt yður nokkurn veginn hvað skeð hefur. En úg verð að segja að þér hafið verið heppinn. Ég hef aldrei fengist við saka mál, þar sem böndin hafa bor- izt jafn eindregið að ákveðn- um manni — í þessu tilfelli yður. Kínaþing. Tilkyunt hefur verið í Pe- king, að kínverska þinginu sé stefnt til fundar 5. marz. Er þetta í fyrsta skipti á tveim árum sem þingið er kvatt saman, þótt lög mæli svo fyrir, að það eigi að koma saman á hverju vori. Háif borgin aö heiman. Um það bil annar hver íbúi Helsinki-borgar fór að heim- an um jólin — samtals um 250.000 manns. Yfir 150.000 manns fóru með áætlunarbílum út um landið, en um 10.000 flugu til útlanda. Þetta „ferðaæði" stafar af því, að svo margir fara að heimsækja ættingja og vini um stórhátíðar. K V I S T 438 Hvað á ég oft að þurfa að segja þér að maturinn er til.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.