Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 4
ENDURÚTGÁFA TÖLVUORÐASAFNS Skömmu eftir að Skýrslutæknifélag íslands var stofnað árið 1968 var stofnuð orðanefnd a vegum félagsins sem hefur unnió að þvl allt fram á þennan dag að mynduð yrðu íslensk orð á sviði tölvutækni. Allir lesendur Tölvumála gera sér ljóst hversu hratt tölvusviðið þróast og hversu mikil þörf er á að mynda orð yfir ný hugtök sem eru sífellt að verða til. Lesendur hafa flestir orðið fyrir þvl að samstarfsmenn innan fyrirtækja og stofnana sem þeir starfa hjá hafa ekki skilið það mál sem þeir mæla. Þegar rætt er við fólk I þjððfélaginu ber enn frekar á skilningsleysi. Færri lesendur gera sér ljðst að okkur er nauðsynlegt sem íslendingum að eiga skiljanleg og þjál íslensk orð yfir hin ýmsu hugtök I tölvutækni. Það er af ofangreindum ástæðum sem félagið hefur starfað að útgáfu tölvuorðasafna. Ráðstefna sú sem menntamálaráðherra gekkst fyrir þann 1. desember slóastliðinn I Þjóðieikhúsinu um varðveislu og eflingu íslenkrar tungu hefur verið hvatning til allra sem starfa að þessum málum. Ávörp sem flutt voru á ráðstefnunni hafa nú nýlega verið birt I sérstakri útgáfu I Morgunblaðinu. Gefin hafa verið út 4 orðasöfn á vegum Skýrslutæknifélagsins, slðast Tölvuorðasafnið I bðkarformi árið 1983. Þá útgáfu styrktu 18 fyrirtæki og stofnanir og þakkar félagið fyrir þann stuðning sem þau veittu þá. Nú er unnið ao nýrri útgáfu Tölvuorðasafnsins sem mun innihalda þrefalt fleiri orð en slðasta útgáfa og einnig munu verða orðskýringar sem voru ekki til I slðustu útgáfu. Vegna umfangs verksins er ekki hægt að ætlast til að það verði allt unnið I sjálfboðavinnu eins og hingað til. Þess vegna hafa verið ráðnir tveir starfsmenn, þær Sigrún Helgadóttir og Kristín Bjarnadðttir, sem vinna I einu og hálfu starfi við verkið. Stefnt er að þvl að orðasafnið komi út I ágúst á þessu ári. 4

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.