Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 5
Stjðrn félagsins sér um að afla fjár til ofagnreinds verkefnis og hafa nú þegar margar stofnanir og fyrirtæki styrkt verkið með myndarlegum fjárframlögum. Nokkuð vantar enn á að endar nái saman og mun félagið snúa sér til fyrirtækja og stofnana nu á næstunni. Vænti ég jákvæðra undirtekta. Sigurjðn Pétursson formaður tölvumAl breyta um Otlit Slðastliðið haust boðuðum við nýja stefnu í útgáfu TÖLVUMÁLA. í síðustu blöðum höfum við reynt að skapa breidd I efnisvali og renna traustari stoðum undir útgáfuna. Með þessu fyrsta tölublaði ársins 1986 er leitast við að halda áfram á sömu braut. Otliti blaðsins hefur verið breytt. Þá höfum við fengið til liðs við okkur hðp af áhugasömu fólki, sem nú myndar fjölmennari ritnefnd en áður hefur staðið á bak við útgáfuna. Til þess að styrkja fjárhaginn hefur verið ákveðið að birta örfáar auglýsingar í hverju blaði. Það gefur okkur svigrúm til að greiða höfundum fyrir greinar. Auk þess munum við kosta þýðingu á athyglisverðum ritsmíðum og fá þær birtar I DATANytt, ef kostur er. DATANytt er útbreiddasta norræna tölvublaðið. Það er gefið út af samtökum Skýrslutæknifélaga á Norðurlöndum, sem við eigum aðild að. Auglýsingagildi TÖLVUMÁLA er mun meira en upplag þess gefur til kynna sökum þess hversu stðr hluti þeirra aðila, sem taka ákvarðanir um kaup tölvubúnaðar og tölvukerfa fá blaðið. Upplag blaðsins er nú rúmlega 800 eintök. Markmið TÖLVUMÁLA eru fyrst og fremst félagsleg. Þau eru málgagn Skýrslutæknifélags íslands, sem eru samtok allra áhugamanna um upplýsingatækni á landinu. Innan félagsins eru áhugamenn um hin ólíkustu svið upplýsingatækni. Til þess að leiða saman þá aðila, 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.