Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 6
sem eiga sameiginleg áhugmál eða hagsmunamál, eru TÖLVUMÁL kjörin vettvangur. Þegar hafa hðpar og félög notað blaðið til að vekja athygli á starfi sínu. Skýrslutæknifélaginu ber að sinna, sem flestum þessara hðpa í starfsemi sinni bæði með fundum, aðgangi að fréttabréfinu og annarri aðstoð. Aðilum, sem stanaa utan félagsins, stendur blaðið einnig opið. Til þess að TÖLVUMÁL geti sinnt þessu hlutverki er nauðsynlegt að lesendur geti reitt sig á að það komi ut reglulega. 1 þeim tilgangi hefur ritnefndin ákveðið að blaðið komi framvegis ut 10. - 15 . hvers mánaðar. Þá er átt við þá mánuði, sem starfsemin stendur yfir. Tilkynningar þurfa að berast til blaðsins fyrir mánaðarmðt. Þannig mun febrúarblaðið koma út fyrir 15. febrúar, en efni þarf að hafa borist fyrir 31. janúar ef það á að birtast I þvl. Ritnefnd TÖLVUMÁLA gerir sér grein fyrir því að á brattann er að sækja með efnisöflun. Páll Jensson benti eitt sinn á þá athyglisverðu staðreynd að skáld og rithöfundar fyrri tlma, sem fluttu erlendum konungum og fyrirfólki kvæði og sögur, hafi I reynd verið okkar fyrstu útflytjendur á hugverki. Að mati ýmissa spekinga bíður sagnaþjððarinnar glæst framtlð I útflutningi annars konar hugverks, þess er þeir nefna hugbúnað og saminn hefur verið af okkar mætustu tæknimönnum I upplýsingaiðnaði. Hin nýju hirðskáld tölvutækninnnar standa þð vissulega langt að baki hinum fornu köppum I þeirri list að tjá sig I rituðu eða töluðu máli. Eftir þá liggja ólíkt fleiri ritaðar línur I tölvuforritum en greinum. Á þessu mætti gjarnan verða breyting til batnaðar. TÖLVUMÁL hvetja hinn almenna félaga til að senda bréf, greinar, smáklausur eða hugmyndir til ritnefndarinnar og hjálpa okkur að blása lífsanda I umfjöllun um hverskonar upplýsingamál. Stefán Ingófsson 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.