Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 10
og vaxandi sundurleitni fjölmiðlanna (Toffler 1981, bls. 166), getur lagt sitt a6 mörkum vi6 að grafa undan samheldni og styrk hins ytra samfélags. Þetta auðkenni ég sem tímabil hinnar nýju sundrungar. Með öðrum orðum: Þjöðfélag okkar daga, sem einkennist af sundrugu hið innra og samheldni hið ytra, mun víkja fyrir þjððfélagi innri samheldni og ytri sundrungar. KREPPA FJÖLSKYLDUNNAR Það félagsfesti, sem kallað er fjölskylda, er 1 kreppu á okkar dögum. Þessi kreppa hefur staðið lengi og rætur hennar liggja djúpt, nánar tiltekið aftur í aldir, allt til upphafs iðnbyltingarinnar. Þessu ævaforna festi, sem hafði lifað af allar kollsteypur sögunnar, virtist ætla að verða algerlega um megn að laga sig að þessum þéttbýla, iðnvædda og verkskipta nýja heimi. Þðtt mér sé fjarri skapi að varpa einhverjum fölskum dýrðarljðma á hina hörðu og oftast skömmu ævi, sem forfeður okkar og formæður áttu, þá er eigi að slður vert að viðurkenna að tilvera þeirra einkenndist af vissu samræmi, og að fjölskyldurnar á heimilunum voru miðpunktar tilverunnar fyrir mannfólkið. Lífið og tilveran snerist um fjölskylduna og heimilið. Þar fæddust menn og dóu; þar strituðu menn og hvíldust, lærðu og léku sér; þar var vettvangur alls erils hversdagsins, en einnig hinna mestu hátíða. Nötxmamaðurinn á engan sambærilegan miðpunkt tilveru sinnar. 1 hnotskurn stafar umrædd kreppa fjölskyldunnar af því að samheldni fjölskyldunnar, sem byggðist á sameiginlegum llfsnauðsynlegum viðfangsefnum, vék fyrir sundrung fjölskyldunnar, sem einkenndist af þvl að slfellt fleiri viðfangsefni fluttust öt af heimilunum, ut fyrir áhrifasvið fjölskyldunnar. I samfélagi fyrri tlma var heimilið hin sjálfgefna umgjörð framleiðslunnar; á okkar dögum hefur nánast öll framleiðsla horfið burt af heimilunum. Á fyrri tlmum var enginn merkingarmunur á þvl að helga sig vinnunni og að helga sig fjölskyldunni; á okkar dögum er þessu stillt upp sem andstæðum: Sá sem helgar sig 10

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.