Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 14
frh. af bls. 11 annað hvort sem meginviðfang athygli okkar eða sem bakgrunnur annarra athafna. Og því meir sem innviðir fjölskyldulífsins og heimilisins hafa veikst, þvl meir hefur fjölmiðlunum vaxið ásmegin. Á fyrri tlmum var fjölskyldan miðstöð mannlífsins, . studd og styrkt af kirkjunni. Þes-si miðstöð er nú . glötuð - um sinn a.iti.k.- og sama má segja um stuðning kirkjunnar og skilgreiningarhlutverk hennar á veruleikanum, en fjölmiðlarnir hafa tekið við af kirkjunni og gefa nú tilverunni bakgrunn og kjölfestu og síendurnýjaða skilgreiningu. Eða ættum við e.t.v. að orða það svo að fjölmiðlarnir sjái nú um stöðuga endursköpun félagsveruleikans? Ég hef þegar gefið I skyn að nú sjáist teikn á lofti um að á næstunni muni draga úr þessu miðlæga hlutverki fjölmiðlanna og mun ég koma betur að því síðar. SKÖLINN INN Á HEIMILIÐ Ég mun nú leitast við að tína fram rök til stuðnings tilgátunni um að fjölskyldan gangi til móts við nýja tlma. Ég get þess til að tími sundrungarinnar I okkar heimshluta nái hámarki slnu nú á 9. ártug 20. aldar og að við stöndum frammi fyrir nýjum kafla I sögu fjölskyldunnar. Styttur vinnutlmi gerir spurninguna um nýtingu frlstundanna stöðugt meira knýjandi. En þetta vandamál bliknar þð gersamlega gagnvart afleiðingunum fyrir fjölskyldullfið af því ef störfin flytjast - að hluta eða að öllu leyti - að nýju inn á heimilin. Ef slíkt gerist, og það er sú tilgáta, sem ég legg til að við hugleiðum, mun það hafa geysivíðtæk áhrif á fjölskyldulífið, en það mun jafnframt breyta afstöðu okkar til vinnunnar og samstarfsmanna, og það mun umfram allt breyta sjálfsvitund hins vinnandi manns. Þessu mun ég einnig koma að aftur. Ein augljðs afleiðing flutnings starfanna inn á heimilin verður sú að enn meiri tlmi verður aflögu, annað hvort til meiri starfa eða fleiri frístunda. Sá, sem flytur vinnuna heim til sín, vinnur tíma, jafnvel svo skiptir hundruðum klukkustunda á ári,sem" ella hefðu farið I ferðalög til og frá vinnu. Og það er ekki einasta tlmi, heldur einnig peningar, sem munu sparast með þessu mpti. 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.