Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 15
Gangi þetta eftir táknar það endalok hinnar efnislegu sundrungar fjölskyldunnar. En hin nýja samheldni - ef af henni verður - verður allt annarrar gerðar en samheldni fyrri tíma. Verkaskiptingin í þjððfélaginu mun nefnilega ekki líða undir lok. Fjölskyidumeðlimirnir munu eftir sem áður horfa ut til hins ytra samfélags; í þeim skilningi tel ég að fjölskyldan muni halda áfram að verða sundruð. En auknar samvistir munu ðhjákvæmilega leiða til þess að heimilismenn fylgist miklu betur hver með störfum annars og öðlast á þann hátt aukna nálægð. Ekki aðeins munu viðfangsefni hinna fullorðnu flytjast inn á heimilin. Enn þá augljósara er að æskufðlk, börn og unglingar, mun geta sinnt skðlastarfi sínu að heiman. í norskri skýrslu er á það bent að fjarmenntun geti raunar orðið miklu árangursríkari en það skólakerfi, sem nö er við lýði (Kristiansen 1985). Valfrelsi æskufólksins gagnvart innihaldi námsins mun aukast stórkostlega og þá um leið tækifærin til sjálfstæðis 1 námi. Þeir, sem fást við að skipuleggja þennan hluta framtíðar okkar, eiga sér skínandi fyrirmynd í Opna háskðlanum breska. Munurinn er þð sá að tækni framtíðarinnar verður miklu háþrðaðri en nu þekkist. Ekki er ör vegi að hugleiða að Opni háskðlinn hafði árið 1984 utskrifað 65 þusund kandídata frá upphafi og kostnaðurinn var helmingurinn af kostnaðinum miðað við sama árangur í hefðbundnum breskum háskðla (Williams 1985, bls. 169). Þegar við erum böin að flytja skðlana inn á heimilin ásamt vinnu foreldranna gefast miklu fleiri og betri tækifæri til að fylgjast með starfi barnanna. Ekki er ótrulegt að ábyrgð foreldranna á skðlastarfinu muni aukast við þetta, en ekki er það þó sjálfgefið þar sem kennarinn mun hafa enn betri tækifæri en áður til að fylgjast með vinnu ungmennanna (Videotex 1983). Reyndar geri ég mér ekki I hugarlund að börnin hætti að sækja skðlann með öllu, heldur gæti verið að þau færu þangað einu sinni i viku eða svo. Það er á hinn bóginn að mínu mati stðrkostlegur misskilningur að ímynda sér að tölvur geti komið I stað kennara eða annarra sérfræðinga. Verkefni 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.