Tölvumál - 01.02.1986, Síða 4

Tölvumál - 01.02.1986, Síða 4
UPPLÝSINGAÖLD ERUM VIÐ TILBÚIN? 1 dag erum við að stíga fyrstu skrefin á upplýsingaöld. Þjððfélagið á eftir að breytast mikið á næstu árum. Maðurinn hefur ekki áður lifað jafnmiklar breytingar og gera má ráð fyrir að hann þurfi að mæta á næstu árum. Við skulum líta um öxl og fjalla um helstu skref x upplýsingabyltingunni. Einnig skulum við horfa fram og athuga hvað Islendingar þurfa að gera til að ná sem bestum tökum á hinni nýju tækni. Fyrstu aðferðir manna til að vinna með upplýsingar voru að taka eftir og muna hvað gerst hafði. Helstu ðkostir þessarar aðferðar voru, að stundum var ekki tekið rétt eftir og auðvelt var að gleyma þv£ sem gerst hafði. Notkun tungumála hjálpuðu mikið við miðlun upplýsinga, því að hægt var að skiptast á skoðunum um hvað gerst hafði og menn gátu betur notað sér reynslu annarra. En oft misheyrist mönnum það sem sagt er og dreifing uppýsinga var mjög hægfara. Með tilkomu ritlistarinnar verða tímamörk í upplýsingatækni. Við íslendingar eru mjög stoltir af okkar framlagi á þessu sviði og þá sérstaklega af ritun Islenskra fornbðkmennta. En margar aðrar þjððir skrifuðu heldur á latxnu en mððurmáli s£nu. Auk þess getum við verið mjög stoltir af almennri lestrar- og skriftarkunnáttu allt frá upphafi ritaldar. Prentun og papp£r voru einstaklega merkar uppgötvanir. Með tilkomu þeirra var hægt að fjölfalda texta og myndir á mjög hagkvæman hátt og dreifa þeim til fjöldans. En með auknu magni af prentuðum upplýsingum verður erfiðara og erfiðara að finna þau gögn sem á þarf að halda. Aðrir mikilvægir upplýsingamiðlar hafa komið fram á þessari öld-, eins og til dæmis s£mi, útvarp, sjónvarp, tölvur og myndbönd. En ðþarfi er að fjalla um þessi tæki frekar þv£ að flest okkar þekkja þau vel. 4

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.