Tölvumál - 01.02.1986, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.02.1986, Blaðsíða 12
BJARTIR TlMAR 1 GAGNASKRÁNINGU Innfærsla upplýsinga I tölvukerfi er oftast bæði dýr og tlmafrek. Sífellt er verið að leita nýrra leiða til að auka innsláttarhraða og gera innsláttinn auðveldari. Mörg tæki og tölvukerfi eru árlega sett á markaðinn til að hjálpa upp á sakirnar við lausn þessa vandamáls. Möguleikar á að láta tölvur "skilja" töluð orð batna sífellt. Kerfi til þessara nota verða ðdýrari og fullkomnari, auk þess að núorðið má nota einmenningstölvur til að keyra þau. Þá kemur ætíð fram fjöldi af nýjungum, sem virkar hjákátlega við fyrstu kynni. Um alllangan tlma hafa fengist tæki sem geta skilið nokkur töluð orð. Nýverið ha-fa komið fram gerðir, sem ástæða er til að ætla að seu nothæf eða að minnsta kosti fyrirrennarar nothæfra tækja. Þau tengjast einmenningstölvum og eru ðtrúlega ðdýr, ef marka má frásagnir tímarita. Sem dæmi um þessi tæki má taka kerfi frá bandarísku fyrirtæki, InterPath Corp. Það getur innihaldið orðaforða með 500 orðum að sögn. Kerfið nefnist PC Commander og er nálægt 100% öruggt, ef marka má forráðamenn fyrirtækisins. Það kostar 499 dollara. Annað fyrirtæki vestanhafs, Key Tronic Corp. selur tæki, sem kostar 995 dollara. Það samanstendur af lykilborði, hljððnema og forritum og þekkir 160 orð. Bæði kerfin þurfa að læra orðin. Notandi sláer orðið á lykilborð inn I tölvukerfið og talar það I hljððnemann á eftir. Kerfin þekkja einungis orð þess manns, sem talaði þau inn I kerfið. Þetta boðar bjarta tíma fyrir eigendur að einmenningstölvum. Þeir geta nú ^etið á dimmum skammdegiskvöldum og rætt við eftirlætið sitt. Hin kunna tölvumús hefur hlotið nokkra útbreiðslu. Tækinu, sem er á stærð við litla sápu er ýtt fram og aftur á slettu borði til að flytja depilinn á tölvuskjánum. Mörgum hefur þð reynst erfitt að finna autt borðpláss I skjalahrúgunni á skrifborðinu slnu til að elta músina á. Þá er það óskostur að þurfa að taka aðra hendina af lykilborðinu I þessum tilgangi. Nú hefur þetta verið leyst. Versatron Corp. frá 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.