Tölvumál - 01.02.1986, Page 13

Tölvumál - 01.02.1986, Page 13
Kaliforníu hefur hreinlega flutt músina niður á gólf. Notandi þarf nú einungis að flytja fótinn fram og aftur á gúmmídiski á gðlfinu til að færa depilinn. Tækið kostar 169 dollara I búð þar vestra. Ef þessi tæki ná einhverri útbreiðslu gæti svo farið að gagnaskráningarstofur framtíðarinnar færu að líkjast leikfimisölum. Eins snilldarverks verður enn að geta áður en skilið er við þetta efni. Bandarískt fyrirtæki hefur fundið upp nýtt tæki til að leysa músina af hðlmi. Þetta er höfuðbúnaður, sem settur er á notanda tölvuskjás. Tækið er sagt létt. Það skynjar höfuðhreyfingar notandans. Hann stýrir deplinum um skjáinn með höfuðhreyfingum sínum. Stilla má tækið á mismunandi mikla nákvæmni. Það kostar 199 dollara og fæst til tengingar við Apple Macintosh. Tækið hentar þó tæplega fyrir okkur Islendinga, eins kvefsæknir og við erum, því hressilegur hnerri getur auðveldlega eyðilagt gott dagsverk. -si. 13

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.