Tölvumál - 01.02.1986, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.02.1986, Qupperneq 19
Tölvuorðasafninu. Orðin bendill og bendir eru nokkuð lík og virðast vera notuð til skiptis sem þýðingar á cursor og pointer. En fyrst fólk vill endilega nota þau og virðist vera búið að gleyma því að bendlar eru notaðir til þess að binda saman op á sængurverum og koddaverum viljum við þó leggja til þá verkaskiptingu að bendill sé þýðing á cursor og bendir sé þýðing á pointer. Við viljum einnig leggja til að orðið trít- ill verði áfram notað um cursor fyrir þá sem það vilja. í 26. tbl. SKÝRR frétta ræðir óttar Kjartansson m.a. um hugsanlegar þýðingar á hard copy. Skilgreina mætti hard copy sem afrit af e-u efni sem læsilegt er berum augum. Hér getur t.d. verið um að ræða afrit af skjámynd á pappír. Okkur dettur ekki í hug nein betri þýðing en pappírsafrit því að væntanlega er þetta afrit tekið á einhverskonar pappír. Skjárit finnst okkur ekki heppilegt nema í því tilviki að um sé að ræða afrit af skjámynd. í sama tölublaði SKÝRR frétta greinir óttar Kjartansson einnig frá "nafnlausri sendingu" sem hann kallar svo þar sem koma fram ýmsar ábendingar um þýðingar. Þessa nafnlausu sendingu hefur óttar sent Orðanefndinni og vil ég því gera skil nokkrum athugasemdum sem þar koma fram. Sendandinn ræðir um þýðingar á pointer og cursor sem ég hef þegar gert skil. Sendandinn ræðir einnig um þýðingu á default. í Tölvuorðasafninu var gefin þýðingin sjálfgildi á default value. Einnig mætti segja sjálfgefið gildi og finnst okkur það ennþá "sjálfgefið". Sendandi ræðir einnig um þýðingu á orðinu byte. Væri því ekki úr vegi að gera aðeins grein fyrir því máli. Samkvæmt mínum heimildum mun orðið byte fyrst hafa verið notað er IBM setti á markað 360-vélarnar á sjöunda áratug aldarinnar. Þar var orðið byte notað um átta samliggjandi bita sem unnið var með sem einingu. Enda er orðið byte dregið saman úr þy eight. Síðar tóku aðrir tölvuframleiðendur upp þessa hugmynd og opinber (ISO) skilgreining á byte varð 'strengur tvíundastafa (bita) sem er venjulega styttri en vélarorð og meðhöndlaður sem eining'. Þegar menn hafa reynt að halda því fram að byte sé mælieining sem ekki eigi að þýða hef ég hampað þessari skýringu. Ég 19

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.