Tölvumál - 01.02.1986, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.02.1986, Blaðsíða 21
'staður þar sem t.d. lögn liggur inn í hús'. Merking orðsins inntak er því langt frá því sem input felur í sér. Einnig þykja orðin inntak og úttak nokkuð stirð. Þegar unnið var að undirbúningi fyrstu útgáfu Tölvuorðasafnsins var lögð töluverð vinna í að finna betri þýðingar. Baldur Jónsson lagði m.a. til þýðingarnar ílag og ílags- og frálag og frálags-. Þessi orð komust inn í Tölvuorðasafnið en ekki hafa þau farið víða. Nú hef ég setið við í eitt ár og skrifað skilgreiningar á hugtökum í tölvutækni. Að fenginni þeirri reynslu finnst mér þýðingarnar ílag og frálag reynast best í samfelldu máli. Mér skilst að aðrir í öðrum herbúðum hafi komist að sömu niðurstöðu. Input data yrði þá ílag eða ílagsgögn, input process ílagsferli og input device ílagstæki. Output data yrði frálag eða frálagsgögn, output process frálagsferli og output device frálagstæki. Legg ég til að tölvunotendur hugleiði hvort þessi orð séu ekki vel nothæf. Sigrún Helgadóttir I 21

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.