Tölvumál - 01.03.1986, Qupperneq 4

Tölvumál - 01.03.1986, Qupperneq 4
ISDATA 86 RÁÐSTEFNA FYRIR STJÓRNENDUR 27.-30. ÁGÖST 1986 Upplýsingatæknin er sífellt að teygja sig inn á fleiri svið I rekstri fyrirtækja og stofnana. Nú er víða svo komið að áætlanir fyrirtækja um fram- tíðarskipan byggjast meir og meir á stöðu þeirra gagnvart upplýsingatækninni, og hvernig þau geti nýtt hana. Það er ekki aðalhlutverk framkvæmdastjðra fyrirtækja að kunna skil á öllum tækninýjungum sem fram koma. Hlutverk þeirra og skylda er þó að að gera sér grein fyrir þeim möguleikum, sem upplýsingatæknin veitir fyrirtækjum þeirra. Með þetta að leiðarljósi ákvað stjðrn Skýrslutækni- félags Islands að efnt yrði til ráðstefnu I samvinnu við NORDISK DATAUNION um möguleika upplýsinga- tækninnar. Mundi ráðstefnan einkum vera ætluð framkvæmdastjðrum og æðstu stjðrnendum fyrirtækja og stofnana. Ráðstefnan ISDATA-86 verður haldin I Þjóðleikhúsinu I Reykjavík dagana 28.-29. ágúst 1986. Reiknað er með að ráðstefnuna sæki allt að 400 manns, þar af um 50 manns frá Islandi en um 350 frá hinum Norðurlöndunum. Slðastliðið sumar þegar Skýrslutæknifélag Islands fékk fulla aðild að NORDISK DATAUNION var ákveðið að haldin yrði ráðstefna á Islandi árið 1986, sem yrði minni I sniðum en hinar árlegu NordDATA ráðste.fnur. ISDATA 86 er þvl framlag okkar 1 samstarfinu við hin Norðurlöndin og stefnt er að þvl að ISDATA verði haldin á þriggja ára fresti. Mjög hefur verið vandað til vals á fyrirlesurum á ráðstefnunni. Þeir koma frá Noregi, Svlþjðð, Danmörku, Islandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, alls 11 fyrirlesarar. Dreift verður 12 slðna litprentuðum bæklingi til um 15000 manna á öllum Norðurlöndunum. Það er von okkar, sem að undirbúningi þessarar ráðstefnu vinnum, að hún gefi íslenskum stjðrnendum kost á að fylgjast með þvl, sem er að gerast I upplýsingatækninni I heiminum. Þeir fá einnig 4

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.