Tölvumál - 01.03.1986, Qupperneq 8

Tölvumál - 01.03.1986, Qupperneq 8
stærðfræðimðdel, sem lýsir einingum. Hægt er að skilgreina nokkrar aðgerðir á innsetningar. Þær eru: - samsetning eininga - hliðsetning eininga - takmörkun eininga - ítrun Þá má sanna ýmsar reiknireglur er varða þessar aðgerðir. Innsetning eininga er sambland af sam- setningu og takmörkun. Með því að líta á forrit sem tré má ganga enn lengra £ útleiðingar á módelinu. Kostir einingaforritunar lýsa sér I endurnýtanlegum forritshlutum, minni tvíverknaði, skýrari skilum milli eininga og upplýsingafal inn I einingar. Kostir þess, að búa til stærðfræðilíkan fyrir einingaforritun, sem kalla má formlegan grundvöll eru, betri skilningur, skýrari lýsingar og möguleikar á sönnun ýmissa setninga og hugmynda. Fundinn sóttu um 40 manns og urðu allmiklar umræður að fyrirlestri loknum. -bj. HANNARR HANNAR HUGBÖNAÐ Ráðgjafaþjónustan Hannarr, Síðumúla 1 greinir frá þv£ I nýútkomnu fréttabréfi að fyrirtækið hafi ákveðið að bjðða upp á framleiðslustýrikerfi og verkbðkhald. Tölvukerfin eru byggð upp á einingum þannig að kaupa má og nota einstakar einingar. Nú eru tilbúin kerfi fyrir: - VERÐSKRÁR - VERÐLAGNINGU - TILBOÐS/KOSTNAÐARÁÆTLANIR Hugbúnaðurinn er seldur með viðhaldssamningi fyrir þá, sem þess óska. Þeir fá einnig allar úrbætur án aukakostnaðar. Einnig býður Hannarr þeim viðskipta- mönnum, sem ekki eiga tölvu, upp á að nýta sér þjönustuna hjá fyrirtækinu. -si. 8

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.