Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 13
áður starfað hjá National Cash Register einkum við sölu böðarkassa. Fyrstu ár sín hjá CTR notaði Watson til að tryggja völd sln og endurskipuleggja fyrirtækið. Stjórnin lagði mikla áherslu á auðtekinn hagnað. Stjðrnarmenn voru fulltruar fjármagnseigenda sem renndu hýru auga til starfsemi International Time, sem skilaði á þessum árum stærstum hluta af hagnaði CTR. Watson taldi á hinn bðginn að mestu möguleikar CTR fælust I gagnavinnslutækjunum. Hann ýtti Hollerith til hliðar og fól fyrrum aðstoðarmanni hans að þrða ný tæki til að mæta aukinni samkeppni. Frá upphafi stefndi Thomas Watson að öflugri vöruþrðun. Umfram allt lagði hann þð Sherslu á sterkt sölukerfi. Fyrsta skrefið á þessari nýju braut var stigið 1918. Þá setti CTR á markaðinn tæki er nefndist "printer lister". Það var hið fyrsta I röð nýrra tækja, sem leystu gömlu Hollerithvélarnar af hðlmi. Árið 1920 var velta fyrirtækisins 16 miljðn dollarar og hafði tæplega fjðrfaldast frá komu Watsons. Thomas Watson hafði náð undirtökunum £ fyrirtækinu. Næstu hálfa öld voru sjðnarmið hans og sona hans ráðandi við stjðrnun þess. Watson líkaði aldrei við hið upphaflega heiti fyrirtækisins. Árið 1917 hafði hann uppgötvað heiti, sem hentaði fyrirtækinu vel að hans mati. í febrúar 1924 varð Computing Tabulating Recording að International Business Machines. Thomas Watson eldri er goðsögn hjá IBM: Hann setti mjög ákveðið mark sitt á fyrirtækið. Á hans txmum var lögð mikil áhersla á að byggja upp traust starfslið, sem sýndi IBM trúmennsku. Einn þáttur I þessari stefnu var mikil persónudýrkun á Watson sjálfum. Hann lagði mjög mikla áherslu á sölu- mennsku. Hjá IBM voru sölumennirnir I aðalhlutverkum. Hver sölumaður hafði sinn kvðta. Þess var gætt að setja markið slfellt það hátt að menn stöðnuðu ekki og fylltust sjálfsánægju. Eitt margra slagorða Watsons var "Vertu aldrei ánægður" (Never feel satisfied). Það jafngilti hvatningu um að stefna slfellt hærra. Þeir starfsmenn, sem náðu 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.