Tölvumál - 01.03.1986, Side 13

Tölvumál - 01.03.1986, Side 13
áður starfað hjá National Cash Register einkum við sölu búðarkassa. Fyrstu ár sln hjá CTR notaði Watson til að tryggja völd sín og endurskipuleggja fyrirtækið. Stjórnin lagði mikla áherslu á auðtekinn hagnað. Stjórnarmenn voru fulltröar fjármagnseigenda sem renndu hýru auga til starfsemi International Time, sem skilaði á þessum árum stærstum hluta af hagnaði CTR. Watson taldi á hinn bðginn að mestu möguleikar CTR fælust I gagnavinnslutækjunum. Hann ýtti Hollerith til hliðar og fól fyrrum aðstoðarmanni hans að þróa ný tæki til að mæta aukinni samkeppni. Frá upphafi stefndi Thomas Watson að öflugri vöruþrðun. Umfram allt lagði hann þð áherslu á sterkt sölukerfi. Fyrsta skrefið á þessari nýju braut var stigið 1918. Þá setti CTR á markaðinn tæki er nefndist "printer lister". Það var hið fyrsta I röð nýrra tækja, sem leystu gömlu Hollerithvólarnar af hólmi. Árið 1920 var velta fyrirtækisins 16 miljón dollarar og hafði tæplega fjórfaldast frá komu Watsons. Thomas Watson hafði náð undirtökunum x fyrirtækinu. Næstu hálfa öld voru sjónarmið hans og sona hans ráðandi við stjðrnun þess. Watson líkaði aldrei við hið upphaflega heiti fyrirtækisins. Árið 1917 hafði hann uppgötvað heiti, sem hentaði fyrirtækinu vel að hans mati. 1 febröar 1924 varð Computing Tabulating Recording að International Business Machines. Thomas Watson eldri er goðsögn hjá IBM: Hann setti mjög ákveðið mark sitt á fyrirtækið. Á hans tímum var lögð mikil áhersla á að byggja upp traust starfslið, sem sýndi IBM trumennsku. Einn þáttur I þessari stefnu var mikil persðnudýrkun á Watson sjálfum. Hann lagði mjög mikla áherslu á sölu- mennsku. Hjá IBM voru sölumennirnir I aðalhlutverkum. Hver sölumaður hafði sinn kvóta. Þess var gætt að setja markið sífellt það hátt að menn stöðnuðu ekki og fylltust sjálfsánægju. Eitt margra slagorða Watsons var "Vertu aldrei ánægður" (Never feel satisfied). Það jafngilti hvatningu um að stefna sífellt hærra. Þeir starfsmenn, sem náðu 13

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.