Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 15
tímamót hjá IBM. Thomas Watson var orðinn rúmlega sjötugur. Hann var farinn að undirbua yfirtöku sonar slns, Thomasar Watson yngri, á stjórninni. Á þessum árum var Charles Kirk annar tveggja aðstoðarforstjðra. Hann var ungur maður og hafði mikinn áhuga á tölvum og möguleikum þeirra. Kirk var falið að búa Watson yngri undir að taka við af föður sínum. Skyndilegt fráfall Kirks 1947 var áfall fyrir IBM. Um tíma fór mesti broddurinn úr þróun fyrirtækisins. Eckert og Mauchly eru kunnir af hönnun hinnar sögufrægu ENIAC tölvu sem bandarlkjamenn telja oft ranglega fyrstu tölvuna. Þeir stofnuðu fyrirtæki 1946, sem þeir nefndu Electronic Control Corporation. Remington Rand keypti fyrirtækið. Einu ári eftir kaupin, 1952, setti það hina frægu tölvu UNIVAC á markaðinn. IBM hafði engin tæki, sem komust I hálfkvisti við UNIVAC. Þó að tæki IBM seldust enn vel hafði Remington tekið forystu á tölvumarkaðinum og átti góða möguleika á að skjóta IBM ref fyrir rass einmitt þegar Thomas Watson var að draga sig 1 hlé fyrir aldurs sakir. Synir Thomasar Watson voru Thomas yngri og Arthur. Þeir eru oftast nefndir Tom og Dick. Þð að IBM væri ekki fjölskyldufyrirtæki I venjulegum skilningi var ljðst að Thomas watson hafði ætlað sonum slnum mikil völd innan IBM. Báðir tengdasynir hans hrepptu einnig áhrifamiklar stöður. Eftir fráfall Charles Kirk var Tom Watson falin umsjón með þrðun tölva. Frá þeim tlma má telja að hann hafi mótað stefnu IBM. 1952 tók Tom við forystunni af föður slnum. Það ár var velta IBM 333,7 miljónir dollarar og hagnaður 29,9 miljónir. Það var ekki fyrr en árið 1955 að IBM gat boðið tæki, sem stóð UNIVAC jafnfætis varðandi tækni og getu. Það var IBM 705. Hefði IBM 705 komið fram tveimur árum slðar en raun varð hefði IBM að öllum llkindum ekki náð að rétta hlut sinn. Árin 1952 til 1955 kom I ljðs hinn mikli styrkur sölukerfis og stjðrnkerfis fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Remington tæki jafn afdráttarlausa forystu á tæknisviðinu jðk IBM sölu 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.