Tölvumál - 01.03.1986, Síða 16

Tölvumál - 01.03.1986, Síða 16
slna um 70% á þessu tímabili. 1956 hafði IBM síðan náð forystunni I sölu tölva og hefur ekki látið hana af hendi síðan. Á þessum árum voru gríðarlegar sviptingar innan IBM. Fyrirtækið eyddi mikilli orku í byggja upp tækniþekkingu. Fjárhagsstaða þess var erfið sökum þess að tæki voru leigð en ekki seld og skiluðu oftast ekki hagnaði fyrr en eftir nokkur ár. Talið er að IBM tapaði fé I byrjun á sölu tölva. Þegar hér var komið sögu átti IBM einnig I erfiðleikum vegna mikils vaxtar. Thomas eldri hafði byggt upp fyrirtæki, sem velti 330 miljón dollurum þegar hann hætti. Tom tvöfaldaði þessa veltu á þremur árum. Stjórnkerfið sem reynst hafði IBM vel í kreppunni og stríðinu var farið að há þeim. Tom Watson stokkaði upp I fyrirtækinu, réði nýja menn, bætti við deildum og breytti stjðrnunarháttum. Frá 1955 var IBM fyrst og fremst verk Thomas. Einn þáttur hins nýja skipulags var að Dick Watson tðk við forystu fyrir IBM World Trade Corporation. IBM starfaði aðeins I Bandaríkjunum en utan þeirra starfaði IBM World Trade. Sennilega má telja að upphaf hinnar svonefndu tölvualdar hefjist um miðjan sjötta áratuginn. Á þeim árum var engan veginn sjálfgefið að IBM tæki forystu 1 framleiðslu tölvubúnaðar. Eins og áður var nefnt hafði Remington Rand þegar náð þriggja ára forskoti með framleiðslu UNIVAC. Einnig voru mörg stðr fyrirtæki sem framleiddu rafmagnstæki eða rafeindatæki. Meðal þeirra má nefna General Electric, Westinghouse, Sylvania, Philco, RCA og Honeywell. Öll þessi fyrirtæki höfðu yfir að ráða gððum rannsóknarstofum og þeirri tækniþekkingu, sem þurfti til að taka þátt I tölvubyltingunni. Þau hikuðu hins vegar og misstu öll af lestinni nema Honeywell. Mörg þessara fyrirtækja stððu IBM mun framar I tækniþekkingu og höfðu á þvl sviði margra mánaða eða ára forskot. MJALLHVÍT OG DVERGARNIR SJÖ Framsýni Toms Watsons gerði hins vegar gæfumuninn hvað IBM varðaði. Innan fyrirtækisins var þð ekki 16

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.