Tölvumál - 01.03.1986, Page 17

Tölvumál - 01.03.1986, Page 17
fullkomin eining um þá ákvörðun að leggja eins mikla áherslu á tæknivæðingu og framleiðslutölva og Thomas vildi. Thomas eldri studdi son sinn þö dyggilega. Það skipti ef til vill sköpum. Hin gömlu gagnavinnslutæki skiluðu IBM enn göðum hagnaði. Sem dæmi um það má nefna að á þessum árum kom þriðji hluti af hagnaði IBM af sölu gataspjalda. Tregða stjðrnarinnar við að skipta á skömmum tíma yfir I framleiðslu tölva er þvl skiljanleg. Ekki er unnt að skiljast við þessi mikilvægu ár án þess að geta bandarlska símafélagsins American Telephone & Telegraph, AT&T. AT&T, sem oft er nefnt Bell hafði á þessum árum yfirburðaþekkingu á þeirri tækni, sem nota þarf við tölvuframleiðslu. Sem dæmi um það má nefna að vlsindamenn þess höfðu fundið upp smárann (transistorinn) 1948 en átta árum síðar árið 1956 voru bæði IBM 705 og UNIVAK með "lampa". Slmafélaginu var hinsvegar ekki heimilt að fara inn á hinn almenna tölvumarkað. Ef svo hefði verið er llklegt að saga IBM hefði þröast með öðrum hætti undanfarna þrjá áratugi en raun var. Enn liðu nokkur ár áður en IBM náði þvl að komast I höp þeirra fyrirtækja sem fremst sððu I tækniþrðun tölvualdarinnar. Árið 1958 setti Philco til dæmis á markaðinn viðskiptatölvu, sem notaði smára I stað lampa. Þessi tölva nefndist S-2000 Hún tök þá öllum tækjum IBM og Remington langt fram. Vélar þær sem fylgdu I kjölfarið voru nefndar "annarrar kynslöðar" tölvur. Tölvur IBM kölluðust 7070, 1620 og 1401. Tvær þessara tölvategunda voru I notkun hér á landi og marka upphaf tölvuvæðingar á íslandi. IBM 1401 var fyrsta tölva SKÝRR og IBM 1620 fyrsta tölva Háskðlans. IBM 7070 var afkastameiri en hinar og hofðaði einkum til stðrra ríkisstofna, banka og tryggingarfélaga. Með þessum vélum tók IBM afger- andi forustu á tolvumarkaðinum. Árið 1957 för velta fyrirtækisins I fyrsta sinn yfir miljarð dollara og 1965 nam veltan hálfum þriðja miljarði. Um miðjan sjöunda áratuginn höfðu skapast viss hlutföll á milli fyrirtækja, sem seldu tölvur. IBM réði 65% af veltu tölvumarkaðarins. 35% skiptust að 17

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.