Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 19
1401 af hðlmi. Þessari stefnu hefur IBM ætlð fylgt síðan. Þegar IMB kynnti 370 gerðina var velta fyrirtækisins 7,5 miljarðar dollara. Frá þvl að sala 360 hðfst hafði hun þrefaldast. WATSONBRÆÐUR HÆTTA Dick Watson sagði lausri stöðu sinni hjá IBM 1970. •Síðari hluta sama árs fékk Tom Watson hjartaáfall. Hann hætti störfum ári síðar. Báðir bræðurnir gerðust slðar sendiherrar Bandaríkjanna. Tom I Sovetríkjunum og Dick I Frakklandi. Með brottför bræðrana lauk hinsvegar tæplega sex áratuga stjórn Watsonfeðga á IBM. Á slðari hluta sjöunda áratugarins fór vegur hinna svonefndu smátölva vaxandi. IBM hélt sig frá þessum markaði lengi vel. Margir telja það mistök Tom Watson að hann hafi vanmetið markað fyrir þessar tölvur 1969 og 1970. Þegar IBM loks hðf framleiðslu smátölva var staða annarra fyrirtækja orðin of sterk til þess að unnt væri að ná sömu stöðu þar og á hinum almenna markaði. Digital Equipment Corporation hefur enn yfirburða stöðu á smátölvumarkaðinum. Árið 1978 reði IBM 65,2% af tölvumarkaðinum. Um það leiti setti fyrirtækið nýjar gerðir af tölvum á markaðinn. IBM 4300 var ætlað að leysa minni gerðir 370 gerðarinnar af hðlmi og IBM 303X hinar stærri. Þessar vðlar gátu unnið eftir sömu forritum og eldri gerðirnar. Það, sem einkum vakti athygli við þessar nýju velar, var hið lága verð þeirra. Með verðlækkuninni var IBM að mæta samkeppni fyrirtækja, sem seldu tölvur sem unnið gátu eftir IBM tölvukerfum ðbreyttum. Fremst þessara fyrirtækja var Amdahl. Stofnandi þess var Gene Amdahl, sem var einn af aðalhönnuðum IBM 360 gerðarinnar. Hann hætti störfum hjá IBM vegna óánægju með verðlagningu fyrirtækisins. Margir töldu að verð hinna nýju tölva væri of lágt. Hagnaður fyrirtækisins minnkaði 1979 frá þvl sem hann hafði verið árið áður. Það hafði ekki gerst lengi og talin ðræk vlsbending um rangar ákvarðanir. Reynslan sýndi hins vegar að um tímabundna örðugleika var að ræða. 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.