Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 21
FERTUGSAFMÆLI ENIACS Dag nokkurn I febrúar s.l. hittust um 500 áhugamenn um tölvutækni í tölvusafninu I Boston til að halda upp á 40 ára afmæli fyrstu stafrænu tölvunnar. Meðal þeirra var J. Presper Eckert, sem ásamt John Mauchly stjðrnaði framleiðslu hennar á sinum tíma I háskðlanum í Moore í Pensilvaníu. Mauchly er nú ¦látinn. Þennan febröardag árið 1946 vann ENIAC fyrsta verkefnið. Á 20 sekúndum gerði hann ötreikninga sem samsvöruðu 40 stunda vinnu skrifstofumanns. Þetta þðtti stðrkostlegt afrek og blöðin birtu fyrirsagnir eins og: "Hann leysir hið ðleysanlega". Og vissulega eru flestir þeirra skoðunar að ENIAC marki upphafið að tölvuöld nutímans. ENIAC var mikilfenglegur hvernig sem á það er litið. Hann vðg um 3 0 tonn og var á stærð við járnbrautarvagn. Fjörtlu minnis- og reiknieiningar voru hver um sig I 9 feta háum, svörtum málmkössum. Þeir voru alþaktir sklfum, vlrum og merkjaljðsum og fylltu herbergi á stærð við lltinn leikfimisal. Átján þúsund lampar gáfu frá sér sllkan hita að öflugt kælikerfi þurfti til að hindra að ýmsir hlutar ENIACS hreinlega bráðnuðu. ENIAC var tækniundur síns tlma. Það tók allt að tveim dögum að "forrita" hann. Þeir sem það gerðu þurftu að hlaupa fram og til baka meðfram hinni ðgnarstðru vél og stilla sklfur og tengja leiðslur á svipaðan hátt og á gamaldags skiptiborðum. ENIAC tðk við upplýsingum á IBM gataspjöldum. Fyrsta keyrslan, sem notaði eina milljðn gataspjalda, var reiknillkan fyrir fyrstu vetnissprengjuna. Hún var þá ðprðfuð og mikið hernaðarleyndarmál. Bilanatíðni ENIACS var nokkuð meiri en við eigum að venjast um tölvur I dag og tæpast mundu notendur þeirra gera sig ánægða með "uppitlmann". Að meðaltali bilaði lampi tvisvar á dag. Þá þurfti tæknimaður að leita á milli vlraflækjanna til að finna hann og skipta um. Nagdýr voru einnig algengar orsakir bilana. Ýmsir hlutar ENIACS virðast hafa - 21 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.