Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 22
þessara upplýsinga sendir tölvan boð um það hvernig armar og liðir eigi að hreyfast. Orðið robot er dregið af tékkneska orðinu robota sem þýðir vinna eða jafnvel skylduvinna. Samkvæmt orðabók Websters er robota skylt þýska orðinu Arbeit (vinna) og íslenska orðinu erfiði. Orðið robot hefur lengi verið þýtt á íslensku með orðinu vélmenni þar sem menn hugsuðu sér vélar þessar upphaflega i mannslíki. Nú þykir þetta ekki heppilegt þar sem vélmenni líkjast yfirleitt alls ekki mönnum. Vélarnar hafa að vísu oft arma, einn eða fleiri. Orðanefnd Rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafé- lags íslands lagði til árið 1984 (Orðabelgur - Verk- tækni 5/1, apríl 1984) að orðið robot væri aðlagað íslensku máli og gert úr þvi karlkynsorðið röbóti sem beygist eins og ábóti. Nýlega gafst tilefni til þess að fjalla um þýðingu á robot og vorum við þá ekki alveg sátt við að gefast upp fyrir útlenskunni. Var þá lagt til að robot yrði kallað vélfæri. Vil ég koma þessari hugmynd á framfæri. í sömu andrá og orðið vélfaeri varð til, var spurt hvort ekki þyrfti að nota orðið hugfæri. Má því segja að það sé orð í leit að hlutverki. Ef til vill mætti nota það um það sem kallað er á ensku software tool og ég treysti mér ekki til þess að skilgreina & þessu stigi málsins. Meiri færeyska Á baksíðu Tölvumála hefur nú tvisvar birst auglýsing um tiltekna gerð tölva, og kemur orðið "diskettudrif" þar fyrir tvisvar. Oft hefur verið bent á að orðið "disketta" er gjörsamlega óhæft í íslensku. Til eru ýmis íslensk orð um þennan hlut, t.d. disklingur, plata, segulplata og skífa. Eitt af þeim orðum sem við lékum okkur að var karlkynsorðið diskill. En okkur mun ekki hafa þótt það nógu fýsilegt til þess að kynna það. Nýlega barst okkur færeyskt tölvuorða- safn eða Ndkur teldorð eins og bókin heitir á færeysku, en tölva heitir þar telda. Þar heitir diskette diskil og diskette statioa heitir disklan sti>ð. f framhaldi af því datt okkur í hug að kynna karlkynsorðið diskill ef einhverjum þætti það skárra en disklingur, segulplata eða skifa. Sigrún Helgadóttir 22

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.