Tölvumál - 01.12.1986, Page 6

Tölvumál - 01.12.1986, Page 6
JÓLAHUGVEKJA Þetta tölublað TÖLVUMÁLA er hið síðasta af ellefta árgangi. í niu tölublöðum hafa lesendur fengið í hendur 180 blaðsíður af lesefni, sem snertir tölvumál. í upphafi ársins setti ritnefndin sér það takmark að koma fréttabréfinu reglulega út þannig að þeir sem vildu birta i því tilkynningar og klausur gætu reitt sig á útkomudaga þess. Þetta höfum við staðið við. Að visu seikaði septemberblaðinu um hátt i eina viku, en hin átta tölublöðin komu öll út 10. - 15. dag útgáfumánaðarins. Breytt útlit á málgagni Skýrslutæknifélagsins er einungis einn þáttur af mörgum breytingum, sem eru að verða á félaginu. Síðastliðið vor var til dæmis haldin kynning á tölvunámi sem mæltist afar vel fyrir og menn hyggjast halda áfram á sömu braut næsta vor. Þá hefur félagið opnað mönnum möguleika á stofnun hvers konar hópa eða sérfélaga innan vélbanda S.í. Tilgangurinn er að aðstoða áhugamannahópa við að sinna sérhæfðum málum. Þessi mál eru mjög í gerjun og er fróðlegt að fylgjast með því hvernig tilraunin kemur út. Að lokum má nefna aukna áherslu á ráðstefnu- formið í samkomuhaldi félagsins. í sumar var haldin tveggja daga norræn ráðstefna, ÍSDATA, og þegar þetta er ritað er að fara af stað hálfsdags ráðstefna um tölvunet. Greinilegt er að þetta form nær til miklu fleiri aðila en gagmla fundaformið. Undirtektir manna við desemberráð- stefnuninni eru langt framar þvi sem reiknað var með. Um 190 manns höfðu skráð sig þegar tveir dagar voru enn eftir. Hér er félagið greinilega á réttri braut og tekst vonandi einnig vel til með þær ráðstefnur, sem koma eftir áramótin og fram á vorið. 4

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.