Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 10
TC 2 TC 3 TC 5 TC 6 TC 7 TC 8 TC 9 Innan IFIP samtakanna starfa 11 svonefndar Tækninefndir og fjalla þær, sem virkar eru, um eftirtalin svið: um forritun um menntamál um notkun tölvu i tækni um tölvusamskipti um kerfismótun og bestun 8 um upplysingakerfi um tengsl tölvu og samfélags TC 10 um hönnun tölvukerfa TC 11 um öryggi og vernd i uppiysingakerfum Tækninefndirnar skiptast siðan i vinnuhópa (WG) og fer fjöldi þeirra eftir viðfangsefnum og áhuga. Meginviðfangsefni IFIP hafa verið ráðstefnur, bæði stórar ráðstefnur eins og alþjóðaþingin (World Computer Congress), ráðstefnur um upplýsingatækni á sviði læknisvisinda (MEDINFO) og alþjóðaráðstefnur um notkun tölva i menntakerfi (World Conference on Computers in Education) og svo aftur minni vinnu- ráðstefnur sem einstaka tækninefndir og vinnuhópar standa að og bjóða til, stundum i sámvinnu við önnur samtök. 10. Alþjóðaþing IFIP var haldið i Dublinr±rlandi i september 1986 og verður hið næsta i San Francisco, Bandarikjunum 1989. WCCE ráðstefnurnar hafa aftur verið haldnar á 4-5 ára fresti og sóttu aokkrir íslendingar slika ráðstefnu i Sviss 1981 og aftur i Bandarikjunum 1985. Næsta WCCE verður í Ástraliu 1990. Á vegum IFIP starfar sérstakur áhugahópur frá ymsum samtökum varðandi læknavisindi og uppiysingatækni. Þessi hópur, International Medical Informatics Association (IMIA) sér um skipulagningu MEDINFO ráðstefnanna sem haldnar eru þriðja hvert ár. Siðasta ráðstefna var i Bandarikjunum haustið 1986. Þá hefur verið um talsverða útgáfustarfsemi að ræða á vegum IFIP, m.a. hafa jafnan komið út skýrslur um - 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.