Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 11
þær ráðstefnur sem haldnar hafa verið með Ýtarleaum upplýsingum um erindi og umræður. Auk bókanna gefur IFIP út fréttabréf ársfjórðungslega. IFIP hefur haft mikla samvinnu við alþjóðleg samtök eins og UNESCO bæði varðandi ráðstefnur og útgáfu og hefur það samstarf komið UNESCO að gagni á ýmsum sérsviðum og einnig i starfi sinu i þróunarlöndum. Þá hafa eftirtalin samtök tengst IFIP vegna starfa sinna á sama sviði: International Association for Pattern Recognition (IAPR), International Association for Statistical Computing (IASC), International Council for Computer Communication (ICCC), European Association for Microprocessing and Microprogramming (EUROMICRO), The International Federation of Associations of Computer Users in Engineering, Architecture and Related Fields (FACE) og International Joint Conference on Artificial Intelligence, Inc. (IJCAII). Skýrslutæknifélag íslands sótti á siðasta ári um aukaaðild að IFIP, svokallaðan "corresponding membership" og var umsóknin samþykkt samhljóða á fundi alþjóðastjórnarinnar sem haldinn var i Tokyo í september 1985. Aðild Skýrslutæknifélagsins, sem gengur á ensku undir heitinu The Icelandic Society of Information Processing (ISIP), tók gildi 1. janúar 1986. Anna Kristjánsdóttir dósent við Kennaraháskóla íslands er fulltrúi Skýrslutæknifélags íslands gagnvart IFIP og má leita nánari upplýsinga hjá henni eða á skrifstofu Skýrslutæknifélagsins. 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.