Tölvumál - 01.12.1986, Síða 12

Tölvumál - 01.12.1986, Síða 12
FÉLAG KERFISFRÆÐINGA OG FORRITARA Hinn fyrsta nóvember síðastliðinn var haldinn stofnfundur KERFÍS, Kerfisfræðinga- og forritara- félags íslands. Á fundinn mættu um 80 manns. - Auðun Sæmundsson setti fundinn, en siðan tók Gyða Richter við og sagði frá aðdraganda þess að til þessa stofnfundar var boðað. Sagði hún frá þvi að 5 manna undirbúningsnefnd hefði starfað frá þvi i vor. Hefði nefndin orðið vör við mikinn áhuga á stofnun félags þessa. Björk Thomsen kynnti næst tillögur að lögum félagsins, en að lokum ræddi Helga Sigurjónsdóttir um drög að starfsáætlun. Fundarmönnum var því næst skipt í umræðuhópa, þar sem rætt var um markmið félagsins, lög og starfsáætlun. Umræður urðu mjög liflegar og margar hugmyndir komu fram. Allir voru sammála um að mikil þörf væri fyrir þetta félag, þar sem fjöldi þeirra sem vinna á þessu sviði er orðinn mikill og engin samtök til fyrir þennan hóp. í lok fundarins var kosin stórn og nefndaformenn skipaðir. í stjórn voru kosin Björk Thomsen, Skeljungi, formaður, Kjartan Sigurgeirsson, Reiknistofu bankanna, varaformaður, Gyða Richter, Sjóvá, ritari, Helga Sigurjónsdóttir, VKS, gjald- keri, Sigríður Olgeirsdóttir, Skrifstofuvélum, spjaldskrárritari, Þórir Dan Jónsson, SKÝRR, með- stjórnandi og Einar Þórðarson, Sjóvá, ritstjóri. Helstu verkefni félagsins verða á sviði fræðslu- mála og endurmenntunar, þar sem fagleg þróun í faginu er ákvaflega ör og því mjög áríðandi fyrir fólk i þessu starfi að halda vöku sinni i þeim efnum. Félagið ætlar einnig að beita sér fyrir ymis konar könnunum og upplýsingamiðlun bæði á sviði kjaramála og faglegra mála. Það má heldur ekki gleyma félagslegu hliðinni. Að fólk fái tækifæri til að kynnast, skemmta sér saman o.fl., en margir vinna tiltölulega einangraðir á litlum vinnustöðum, jafnvel sem eini starfsmaður í tölvudeild. Nefndir eru farnar að starfa af fullum krafti. Fyrsta fréttabréfið er komið út og haldið verður skemmtikvöld fimmtudaginn 11. desember i Risinu, Hverfisgötu 105. 10

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.