Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 13
TÖLVUORÐASAFNIÐ Aukin og endurbætt útgáfa Eins og lesendum Tölvuraála mun vera kunnugt hefur verið unnið að þvi undanfarin tvö til þrjú ár að endurskoða Tölvuorðasafnið. Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins hefur haft veg og vanda af endurskoðuninni. í orðanefndinni eiga sæti: Baldur Jónsson prófessor, Sigrún Helga- dóttir tölfræðingur, sem er formaður nefndar- innar, Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur og Örn Kaldalóns kerfisfræðingur. í þessari lotu hefur nefndin haldið fundi reglulega siðan i mai 1984 og setið á fundum i um 250 klukkustundir alls. Niu sérfræðingar á ýmsum sérsviðum tölvu- tækninnar hafa setið fundi með nefndinni. Formaður nefndarinnar var á launum ásamt aðstoðarmanni frá þvi i febrúar 1985, þar til um miðjan október 1986, við að ritstýra verkinu. Eins og áður var aðallega stuðst við alþjóðlegan staðal um orðaforða i tölvutækni og gagnavinnslu. Einnig var farið yfir ýmislegt annað efni, t.d. erlendar tölvuorðabækur. í Tölvuorðasafninu, sem nú er komið út, eru tæp- lega 2600 hugtök ásamt islenskum skilgreiningum, um 3100 islenskum heitum og nær 3400 enskum heitum. Það mun vera nyiunda hér á landi að skilgreiningar fylgi hugtökum i orðasafni sem þessu. Skilgreiningum fylgja stundum nánari útskýringar og dæmi. Orðasafnið er i tvennu lagi. í fyrri hlutanum er islensk skrá ásamt skilgreiningum, skýringum, dæmum, samheitum og enskum heitum. í seinni hlutanum er ensk - islensk orðaskrá. Hverju ensku heiti þar fylgir aðeins ein islensk þyðing. Hana ber einungis að taka sem tilvisun til islensk - enska hlutans. Tölvuorðasafnið er 207 siður og er þriðja ritið i ritröð íslenskrar málnefndar. Útgefandi er - 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.