Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 14
íslensk málnefnd og dreifingu annast Orðabóka- útgáfan. í bandi kostar það kr. 2.250 og i kiljuformi kr. 1.875. Tölvuorðasafnið mun verða selt i flestum bókaverslunum. Þegar TÖLVUMÁL höfðu samband við formann Orða- nefndar Sigrúnu Helgadóttur i tilefni útgáfu Tölvuorðasafnsins, sagði hún m.a.: Við álitum að á íslandi eigi að tala og skrifa um tölvutækni á islensku. Til þess að svo megi verða þarf að þýða aragrúa enskra iðorða svo að unnt sé að koma upp islensku orðalagi um þessa nýju tækni. En það er einmitt það sem við höfum verið að reyna að gera. Jafnframt hafa verið þyddar og endursagðar skilgreiningar á flestum hugtökum sem koma fyrir i bókinni. Til þess að koma skilgreiningum saman þurfti að gripa til iðorða, sem skilgreind eru annarsstaðar i bókinni. Þannig var prófað jafnóðum og orðin urðu til hvort þau voru nothæf i það islenska orðalag, sem við erum að reyna að koma okkur upp. Það er þvi von okkar að Tölvuorðasafnið gagnist öllum þeim sem vilja tala og skrifa um tölvutækni á islensku. Gerið Tölvuorðasafnið að jólabók tölvufólks árið 1986. -kþ Rit íslenskrar málnefndar 3 Tölvuorðasafn 2. útgáfa, aukin og endurbætt Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands tók saman - 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.