Tölvumál - 01.12.1986, Qupperneq 14

Tölvumál - 01.12.1986, Qupperneq 14
íslensk málnefnd og dreifingu annast Orðabóka- útgáfan. í bandi kostar það kr. 2.250 og i kiljuformi kr. 1.875. Tölvuorðasafnið mun verða selt i flestum bókaverslunum. Þegar TÖLVUMÁL höfðu samband við formann Orða- nefndar Sigrúnu Helgadóttur i tilefni útgáfu Tölvuorðasafnsins, sagði hún m.a.: Við álitum að á íslandi eigi að tala og skrifa um tölvutækni á islensku. Til þess að svo megi verða þarf að þýða aragrúa enskra iðorða svo að unnt sé að koma upp islensku orðalagi um þessa ný-ju tækni. En það er einmitt það sem við höfum verið að reyna að gera. Jafnframt hafa verið þyddar og endursagðar skilgreiningar á flestum hugtökum sem koma fyrir i bókinni. Til þess að koma skilgreiningum saman þurfti að grípa til iðorða, sem skilgreind eru annarsstaðar i bókinni. Þannig var prófað jafnóðum og orðin urðu til hvort þau voru nothæf i það islenska orðalag, sem við erum að reyna að koma okkur upp. Það er þvi von okkar að Tölvuorðasafnið gagnist öllum þeim sem vilja tala og skrifa um tölvutækni á islensku. Gerið Tölvuorðasafnið að jólabók tölvufólks árið 1986. -kþ Rit íslenskrar málnefndar 3 Tölvuorðasafn 2. útgáfa, aukin og endurbætt Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands tók saman 12

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.