Tölvumál - 01.12.1986, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.12.1986, Qupperneq 16
John Geesink, hjá fyrirtækinu Digital Equipment Corp. lýsir þeim vandamálum myndrænt, sem forsvarsmenn fyrirtækja þurfa að fást við þegar nýjustu upplýsingatækni er beitt við lausn vandamála. Hann nefnir það "Babúskuvandamálið". Babúskuvandamálið Margir kannast við babúsku brúðurnar. Þær eru litlar málaðar trébrúður ólikar að stærð. Brúðurnar eru holar að innan og falla hver inn i aðra. Þegar maður opnar eina brúðu kemur innan úr henni önnur brúða áþekk að útliti en minni. Innan úr henni kemur siðan enn ein og svo koll af kolli. John Geesink, sem er sérfræðingur hjá Digital Equipment Corp likir lausn vandamála i fyrir- tækjum með upplýsingatækni nútimans við að leika sér með þessar brúður. 1 hvert sinn sem þekkt vandamál er leyst má likja þvi við að opna hina stærstu af babúsku brúðunum. Á hliðstæðan hátt og ný brúða kemur i ljós segir Geesink að ganga megi að þvi sem gefnu að nýtt vandamál komi i ljós, sem menn höfðu ekki komið auga á áður. Að visu eru þessar hugmyndir ekki nýjar fyrir reyndum rekstrarráðgjöfum, sem oft beita þeim aðferðum að leitast sifellt við að losa um þann "flöskuháls", sem mest hamlar rekstri hverju sinni. Fyrir mörgum "tölvumönnum" og stjórnendum fyrirtækja er framsetning John Geesink hins vegar einkar myndræn og ólik þurrum kennisetningum úr rekstrarfræðinni. Samkvæmt "babúsku framsetningunni" er lausn á vandamálum fyrirtækis eða stofnunar röð af hagræðingaraðgerðum. í hverju þrepi verður að leysa þau vandamál sem menn geta lagt niður fyrir sér á þvi stigi máls. Þegar þau eru úr sögunni koma fram ný og áður óskilgreind vandamál eins og ný babúskubrúða kemur i ljós þegar hin stærsta er opnuð. Nýju vandamálin þarf að finna ef þau stinga ekki i augun. Þeim þarf að lýsá og siðan þarf að finna leiðir til að leysa þau. Að lokum 14

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.