Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 17
þarf að hrinda þeim i framkvæmd og "opna næstu brúðu". John Geesink bendir á að þetta einfalda lögmál geti auðveldað mönnum að fóta sig á þeirri aðferðafræði, sem best gefst við hagræðingastörf. Forðast verði að lita á tölvuvæðinguna sem endan- lega lausn á þekktu vandamáli. Þvert á móti sé hún upphaf að timafrekri leit að vandamálum, sem ógjörningur sé að sjá öll fyrir. íslenska leiðin Eitt af þvi sem einkennir okkur íslendinga, sem þjóð á siðari timum, er hversu samtaka við erum þegar á reynir. Almennt lætur okkur vel að vinna i skorpum. Þegar mikið liggur við leggjast menn á eitt og lyfta grettistaki með sameiginlegu átaki. Þessi eiginleiki hefur vissulega skilað okkur áleiðis i mörgum þjóðþrifamálum. Þá skiptir ekki máli hvort tekist er á við gamalt heimsveldi um sjálfstæðismál, keypt stórhýsi yfir krabbameins- varnir eða undirbúinn fundur valdamestu manna i veröldinni. Þessa aðferð að safna kröftum til að leysa vandamál með samtaka átaki má með sönnu nefna "íslensku leiðina". Þó að þessi leið hafi gefist okkur vel i þjóðmálum og félagsmálum er ekki jafn sjálfsagt að hún eigi við þegar leitað er hagræðingar i fyrirtækjum og stofnunum. Þvi verður ekki neitað að forráðamenn fyrirtækja hafa oft gengið að fjárfestingu og hagræðingar- verkefnum með þvi hugarfari sem áður var lýst. Ef til vill má að einhverju leiti rekja ástæðu þessa til lundareinkenna þjóðarinnar og þess marks sem langvarandi verðbólga hefur sett á verðmætismat manna. Menn sjá tölvuvæðingu oftast sem átak til hagræð- ingar þar sem talsverðrar fjárfestingar er krafist. Aðferðafræði "islensku leiðarinnar" kallar á að gengið sé að tölvuvæðingunni og henni komið frá svo að menn geti siðan snúið sér að öðrum verkefnum. Fjárfestingar hér á landi hafa 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.