Tölvumál - 01.12.1986, Page 18

Tölvumál - 01.12.1986, Page 18
lengi verið litnar öðrum augum en menn eiga að venjast i þjóðfélögum með stöðugra efnahagslif og hærri raunvexti. Þar til fyrir fáum árum áttu menn þvi að venjast að helsta vandamálið, sem glima þurfti við þegar fjárfesting var ákveðin, væri útvegun lánsfjár. Mat á arðsemi var oftast óþarft. Þegar vextir eru verulega lægri en verðbólgan og öll lán óverðtryggð eru flestar fjárfestingar hagkvæmar. Andsíæður Þegar um tölvuvæðingu er að ræða má líta á þær tvær leiðir sem lýst hefur verið hér að framan sem andstæður. Fyrirtæki sem tölvuvæðast eftir "islensku leiðinni" ætla sér oftast eins skamman tima til verkefnisins og unnt er. Þau lita á kaup tölva og hönnun tölvukerfa sem sérstakt afmarkað verkefni. Á bak við tölvuvæðinguna liggja sjaldnast áform um verulegar breytingar á vinnubrögðum fyrirtækjanna. Af þeim sökum er hagræðingarátakið ekki undirbúið með það fyrir augum að verið sé að stiga fyrsta skref af mörgum. Menn eru ekki heldur undir það búnir að upp kunni að koma vandamál við tölvuvæðinguna, sem ekki eru séð fyrir. Ekki er óalgengt að menn leiti sjálfir beint til umboðsmanna töluframleiðenda um tækjakaup. Oft kaupa fyrirtæki stöðluð forrit og leitast við að fella þau að rekstri sinum. Fyrirtæki sem gera sér grein fyrir "babúsku vandamálinu" vita hins vegar að vandamálin verða ekki leyst með einu allsherjarátaki. Af þeim sökum leggja þau mikið upp úr sveigjanlegum upplýsingakerfum, sem auðvelt er að tengja öðrum og laga að breytilegum forsendum. Menn halda opnum eins mörgum leiðum og fært þykir. Þá undirbúa menn sig eins vel og kostur er fyrir komu hinnar nýju tækni. Þeir vita að ef miður tekst með fyrsta skrefið getur þurft að endurvinna það aftur þegar kemur að næsta áfanga. Fyrirtæki sem taka tillit til "babúsku vandamálsins" ætla sér rúman tima til tölvuvæð- 16

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.