Tölvumál - 01.12.1986, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.12.1986, Qupperneq 19
ingarinnar. Ráðamenn þeirra gera sér ljóst að verklok geta legið lengra undan en virðist við fyrstu syn. "Babúskumenn" sneiða gjarna hjá stöðluðum "forritapökkum" sem boðnir eru til sölu á almennum markaði. Sé babúskuleiðin farin leita menn ósjaldan snemma ráðgjafar, en leggja engu að siður höfuðáherslu á að fyrirtæki þeirra tileinki sér eins mikið og auðið er af þeirri þekkingu sem uppiysingakerfin byggjast á. Menn nýrra tíma í siðasta tölublaði TÖLVUMÁLA fjallaði undirritaður um nokkur fyrirtæki, sem náð hafa sérstökum árangri i notkun uppiysingakerfa. Fyrirtæki, sem standa i fremstu röð hvað varðar notkun upplýsingatækni fara ekki "islensku leiðina". Þau hafa fetað sig markvist eftir annarri leið og upplifað lögmál Geesinks. Staðlaðar "pakkalausnir" koma sjaldan við sögu hjá þessum fyrirtækjum. Uppiysingakerfin eru stillt inn á þá þekkingu og upplýsingar sem notendur þeirra þarfnast. Stjórnendur þessara fyrirtækja vita að tölvur og upplýsingatækni eru orðin hversdagsleg fyrirbæri. Tölvurnar sjálfar eru ekki lengur sá þáttur sem höfuðmáli skiptir. Kerfisfræðingarnir eru ekki látnir ráða ferðinni i fyrirtækjum þeirra stjórn- enda sem eru framsæknastir. Uppiysingakerfin eru orðin hluti úr framleiðslu- kerfum fyrirtækjanna. Þau halda saman vitneskju um gang framleiðslu, dreifingu vöru, þarfir viðskiptamanna og uppiysingum um markaðsmál svo nokkuð sé nefnt. Litið er á þær uppiysingar sem þessi kerfi safna og halda til haga sömu augum og hefðbundna framleiðsluþætti eins og efni, vinnu, orku og fjárfestingu. Til skamms tima gengu menn að vélvæðingu eða sjálfvirkni i fyrirtækjum með þvi meginmarkmiði að fækka verkafólki. Hagræðing fólst i þvi að kaupa tæki, sem leystu fólk af hólmi. Þessi 17

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.