Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 20
stefna breytti kostnaðarhlutföllum í rekstri, lækkaði launakostnað en hækkaði fjármagnskostnað og afskriftir. Með timanum hefur þetta hækkað fastakostnað margra fyrirtækja mikið. Vaxta- hækkanir eftir 1980 hafa siðan hækkað hann enn meira. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa af þessum sökum ekki náð endum saman nema að framleiðslutæki væru i notkun mikinn hluta sólarhrings. Þetta vandamál þekkjum við reyndar vel úr islenskum sjávar- útvegi. Með notkun upplýsingatækni og nyjum sjálfvirkum tækjum, róbótum, hefur ymsum fyrirtækjum tekist að snúa þróuninni við. Hröð uppiysingamiðlum og sveigjanleg framleiðslutækni hafa opnað mönnum leið til að lækka framleiðslukostnað. Á þennan hátt hafa þeir menn sem móta stefnu fyrirtækjanna náð árangri, sem tekur þvi langt fram, sem unnt hefði verið að ná með þau sjónarmið að leiðar- ljósi, sem vörðuðu veginn fram að lokum áttunda áratugarins. Sem dæmi um hvað hér er átt við má taka dæmi af bandariskri verksmiðju, sem framleiðir ræsa i fólksbila. Hún var allvel vélvædd áður en framleiðsluháttum var breytt með nýtisku uppiysingatækni og róbótum. Lausakostnaður nam 7% af framleiðslukostnaði. Eftir að fram- leiðslukerfi verksmiðjunnar hafði verið breytt og nyjar aðferðir notaðar lækkaði framleiðslu- kostnaðurinn hins vegar um 3 5%, þ.e. fimmfalt meira en nam lausakostnaðinum. Það sem meira er um vert er þó ef til vill að eftir breytinguna var fastakostnaðurinn einungis helmingur þess sem hann var áður. Ny tækni kallar á breyttar starfsaðferðir. Sú uppiysingatækni sem við höfum i höndum okkar er þegar farin að breyta sjónarmiðum manna varðandi stjórnun og rekstur. Til þess að nyta hana sem best þarf hins vegar að fara aðrar leiðir en menn hafa mest fetað hér á landi. -si. - 18 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.