Tölvumál - 01.12.1986, Side 21

Tölvumál - 01.12.1986, Side 21
SUÐUR KÓREA OG FORMÓSA Undanfarin ár hefur söluverð einmenningstölva stöðugt farið lækkandi. Hefur lækkunin numið um 30% á ári, ef reiknað er i dollurum. Á siðast- liðnu ári hefur verðlækkunin verið óvanalega mikil. Söluverð nú i haust var orðið helmingur af þvi, sem var fyrir ári. Ástæður þessarar þróunar siðustu mánaða eru stóraukið framboð ódýrra einmenningstölva frá Austur Asiu, sem keppa við IBM PC einmenningstölvuna. Samkeppnin hefur komið illa við marga bandariska og evrópska tölvuframleiðendur, þeirra á meðal IBM. Blái risinn hefur þegar tapað hlutdeild i einmenningstölvumarkaðinum og flest bendir til að honum muni reynast afar erfitt að endurheimta fyrri stöðu. Formósa og Suður Kórea í maihefti TÖLVUMÁLA var fjallað um sókn Asiubúa inn á einmenningstölvumarkaðinn i grein sem nefndist "Asiubúar sækja að IBM". í henni var fjallað um að riki Austur Asiu verða sifellt betur i stakk búin að keppa við bandarisk og evrópsk fyrirtæki. Þegar litið er til þróunar tveggja siðustu ára, kemur i ljós, að tvö ríki í þessum heimshluta hafa styrkt stöðu sina á tölvumarkaðinum, svo undrun sætir. Formósa og Suður Kórea hafa stóraukið útflutning sinn á tölvum á siðustu árum. Árið 1985 seldu þessi tvö lönd tölvutæki fyrir 95% hærri fjárhæð en árið áður. Á fyrstu mánuðum yfirstandandi árs jókst útflutningur þeirra enn meira eða um 169%. Á sama tima hefur til dæmis hlutur Japana á Bandarikjamarkaði minnkað. Fyrirtæki á Formósu hafa þegar aflað sér umtals- verðrar tækniþekkingar. Á sjöunda áratugnum framleiddu þau hluti i tölvur, sem undirverktakar bandariskra tölvuframleiðenda. 19

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.