Tölvumál - 01.12.1986, Qupperneq 24

Tölvumál - 01.12.1986, Qupperneq 24
Við þetta bætast áhyggjur IBM vegna slakrar útkomu hinnar aflmiklu 3090 gerðar. Þessi tölva hefur fengið mun dræmari viðtökur en reiknað var með. Til að bæta gráu ofan á svart féllu hlutabréf fyrirtækisins i verði um tima siðast liðið vor og hafa ekki enn rétt við. IBM hefur um áratugi skilað hluthöfum góðum arði enda ganga hlutabréf þess á háu verði. Er fyrir- tækið talið hið verðmætasta i heimi, ef miðað er við söluverð hlutabréfa. Til þess að halda þessari stöðu verður IBM að selja framleiðslu sina og þjónustu með mikilli álagningu. Há ávöxtunarkrafa er hins vegar óhugsandi i samkeppni eins og nú geysar á PC markaðinum. Nýir tímar Þróun tölvumarkaðarins undanfarin tvö ár hefur verið gjörólik þvi, sem við áttum að venjast fram til þess tima. Margir telja að markaðurinn hafi verið í þróun eins og oft gerist þegar ný tækni kemur til sögunnar. Hafa menn i þvi sambandi bent á þróun bílaiðnaðarins á bernskuárum bif- reiðarinnar. Eftir 1984 hefur ýmislegt hins vegar gerst, sem áður var litt þekkt á meðal tölvufyrirtækja. Stór fyrirtæki fóru að yfirtaka önnur minni og fyrirtæki sameinuðust. Þá hófst verðsamkeppni, sem i raun hafði ekki tiðkast á þessum sibreytilega markaði. Þegar IBM PC tölvan kom á markaðinn með MS DOS stjórnkerfið og ótal fyrirtæki fóru að framleiða allskonar hugbúnað fyrir hana skapaðist staðall, sem opnaði leiðina fyrir ódýrar lausnir. Fróðlegt verður að fýlgjast með þvi hvort þessi "ódýru" tæki eigi eftir að verða það öflug að verðlækkunar fari að gæta á stærri tölvum. Margir reikna með þvi að næsta skref Japana verði til dæmis að nota öflugri örtölvur en nú eru í einmenningstölvum. Vitað er að strax á næsta ári fara tölvur af þessari gerð að koma á markað. Verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni á næstu misserum. -si. 22

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.