Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 14
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS FÉLAGSSAMÞYKKT 1. gr. Heiti félgsins er: Skýrslutæknifélag íslands. 2- gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að hagrænum vinnubrögðum við gagnavinnslu i hverskonar rekstri og við tækni- og vísindastörf. Þessum tilgangi hyggst félagið ná með þvi að gangast fyrir sýningum, fyrirlestrahaldi, umræðum, upplýsingamiðlun og nám- skeiðum, eftir þvi sem efni standa til. Enn fremur gangast fyrir samræmingu og stöðlun við vélræna gagnavinnslu, og stuðla að útvegun tækja með sem hagkvæmustum kj örum. 3. gr. Félagar geta verið stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar, sem nýta tölvulausnir, svo og aðrir, sem á slikum málum hafa áhuga. Stofnanir og fyrirtæki geta átt fleiri en einn fulltrúa i fél- aginu. 4- 9r- Aðalfundur ákveður félagsgjald fyrir eitt ár i senn. Séu fleiri en einn félagi frá sömu stofnun eða fyrirtæki, skal greiða fullt gjald fyrir einn mann, hálft fyrir annan og einn fjórða gjalds fyrir hvern hinna. Starfsár félagsins er al- manaksárið, og gjöld til félagsins skulu greidd fyrir 1. april. Endurskoðaða reikninga félagsins skal leggja fyrir aðalfund. 5 ■ gr. Stjórn félagsins skipa sex menn, formaður, varaformaður, ritari, féhirðir, skjalavörður og einn meðstjórnandi. Skulu þeir kostnir á aðalfundi til 2ja ára i senn og ganga úr stjórninni á vixl, þannig að i upphafi ganga úr formaður, ritari og meðstjórnandi eftir eitt ár, en varaformaður, féhirðir og skjalavörður eftir tvö ár, og helzt svo sama röð áfram. Enn fremur skulu kosnir á aðalfundi tveir varamenn i stjórn og tveir endurskoðendur. 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.