Tölvumál - 01.05.1987, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.05.1987, Blaðsíða 7
- AlþjócSleq samvinna. Hugmyndir eru um aá fylgjast nánar með í IFIP og sér Anna Kristjánsdóttir um það. Tengslin við norrænu systrafélögin eru i höndum Lilju Olafsdóttur og er von á merkum tíðindum þaðan. - ISDATA 89. Ákveðið hefur verið að halda næstu ISDATA-ráðstefnuna i byrjun september 1989 og verður fljótlega skipað i undirbúningsnefnd. Unnið er að ýmsum öðrum hugmyndum og verkefnum, svo sem nýju skipulagi, stofnun Fagráðs, aukinni upp- lýsingamiðlun og annarri þjónustu fyrir félagsmenn, fjölgun félaga o.fl. Þá er ástæða til að geta þess, að í apríl 1988 eru liðin 20 ár frá stofnun félagsins og verður sérstakri afmælisnefnd falið að undirbúa afmælið. Nú kynnu einhverjir að spyrja hvernig i ósköpunum verði hægt að anna öllu þessu. Það byggir á þremur forsendum. Ein er sú að hin ágæti framkvæmdastjóri okkar Kolbrún Þórhallsdóttir er nú komin í fullt starf hjá félaginu. Hún kann vel að nýta tölvu- tæknina og afkastar eftir þvi, en enn vantar félagið tölvu. önnur forsenda er þvi að vel rætist úr þeim málum (vill ekki einhver gefa félaginu tölvu?). Þriðja forsendan snýr að þér, félagi góður. Innan vébanda félagsins er mikið rými fyrir athafnasemi og einstaklingsframtak. Þvi ekki að stofna sérhóp eða klúbb um þitt áhugasvið. Komdu við á hinni nýju skrifstofu félagsins eða sláðu á þráðinn til okkar stjórnarmanna. Þú hefur hér að ofan séð hvað félagið hyggst gera fyrir þig. En hvað ætlar þú að gera fyrir félagið? Páll Jensson formaður 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.