Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 2
Renl Modrid í Tjaraarbæ GENTO - v. útherji Real Madrid vekur geysi- athygii f myndinni sem KSÍ sýnir f Tjamarbæ annað kvöld. — Gento sýnir þar fádæma spretthö.ku, enda hleypur hann 100 metra sprettinn á 10.6 sek. eins og að drekka vatn. / ' Knattspyrnusambandi fslands hefur nýlega borizt stórkostlega góð kvikmynd, sem tekin var af leik Real Madrid og Einstracht, Frankfurt, sem fram fór á Hampden Park í Glasgow 1959: Mynd þessi var tekin af BBC á sfnum tfma en gefin brezka knatt- spyrnusambandinu. KSÍ hefur að undanförnu sýnt knattspymumönnum myndina, og sá undirritaður mynd þessa þá. Er Er þess skemmst að minnast að hún er mjðg vel tekin og geysi- skemmtilegt að Iíta þessa frægu knattspyrnumenn t .d. Puskas, Di Stefano og hinn hættulega Gento, sem vekur sérstaka athygli í myndinni fyrir leik sinn. Áður en myndin verður send ut- an aftur mun KSl gefa almenn- ingi kost á að sjá myndina og verður hún sýnd í Tjamarbæ kl. 8.30 annað kvöld og kostar að- gangur að sýningunni aðeins 15 krónur, og'verður ekki annað sagt en aðgangseyri að þessum bráð- skemmtiiega leik sé stillt í hóf! - j. b. p. - Norðurlandame t á sundmótinu í kvöld? í 1. fiokki kvenna vom Víkings- stúlkurnar áberandi betri en KR, en leikur liðanna var úrslitaleikur í keppninni og jafnframt eini leik- urinn því þátttökuliðin vom ein- ungis tvö. Víkingur vann leikinn ömgglega með 7:4 eftir 3:2 í hálfleik, en háif var Ieikurinn tilþrifasnauður, en harður jþó á köflum eins og með- fyigjandi mynd mun ljóslega sýna. Hið árlega sundmót Ármanns fer fram f kvöld 3. april Sunddeild Ármanns hafði boðið til keppni á mót þetta fimm Austur- Þjóðverjum, en fyrir skömrnu barst deildinni bréf frá Þýzka- landi, þar sem þeir kváðust ekki geta komið, fyrr ,en f fyrsta Iagi í september, því allir beztu menn þeirra væru í strangri þjálf- un fyrlr Evrópumeistaramótið sem fram mun fara í Leipzig f Austur- Þýzkalandl f ágústmánuði. Þó svo illa viidi til með komu Þjóðverj. mun keppnin á mótinu tvímæla- laust verða skemmtileg og spenn- andi. Þátttakendur eru fjölmargir frá 10 félögum og félagasamtök- um, þar á meðal okkar beztu sund menn. 1 fyrstu grein mótsins, 200 m bringusundi karla, munu þeir eig- ast við Hörður Björn Finnsson og Árni Þór Kristjánsson. Hér skal engum getum að því leitt hvor þeirra sigrar í sundinu, en ekki er ólíklegt að Norðurlandametið í greininni verði eign íslendinga eft- ir sundið. Næsta grein verður 100 m skriðsund unglinga. Þar munu bítast um sigurinn hinir bráðefni- legu drengir, Davíð Valgarðsson frá Keflavík og Guðmundur Þ. Harðarson úr Ægi, en keppni þeirra á undanförnum mótum hef- ur verið mjög jöfn og spennandi og má vænta að hið sama verði nú. Þriðja grein mótsins er 100 m skriðsund karla og er þar Guð- mundur Gíslason öruggur sigurveg ari. Keppendur eru fimm og verð- ur eflaust mikil keppni meðal næstu manna. Næsta grein verð- ur 100 m bringusund kvenna og þar mun einnig verða öi*uggur sig urVegari, þar sem er methafinn Hrafnhildur, en gaman verður að sjá viðureign Sigrúnar og Svan- hildar Sigurðardætra. Á undanförn um mótum hefur 100 metra bringu sund unglinga verið einhver mest spennandi grein og þar sigrað á vfxl þeir Óiafur B. Ólafsson Á og Grimmd „veika kynsins“ hefur löngum verið við brugðið og hér á meðfylgjandi mynd má greina þetta gjörla. Myndin var tekin í leik Víkings og KR, en Víkingur vann þann leik með 7:4 og mun að Iaunum hljóta verðlaunabikar í mótslok, en þau verða þann 15. apríl n.k. KR-stúikan, hverrar nafn okkur tókst ekki að afla okkur, var að skjóta að marki, en Jensína í Vfking hrinti frá af mikilli grimmd og fór skotið af þeim sökum fyrir ofan markið. Erlingur Jóhannsson KR en ekki er ólíklegt að þriðji aðilinn muni bæt ast í hópinn í þetta sinn, en það er Guðmundur Þ. Harðarson Æ. Þá mun verða keppt í 100 m fjór- sundi karla, en það er grein sem alveg nýverið er farið að keppa í hér á landi. Hinn fjölhæfi sund- maður Guðmundur Gíslason mun að öllum lfkindum sigra í þessari grein, en mun þó verða veitt hörð keppni af Herði Bimi Finnssyni, því liann er einnig mjög fjölhæfur sundmaður. Keppendur í þessu sundi eru 7 talsins. Þá mun verða Framh. á 10. síðu. Botnliðið vunn Is- /undsmeisturunu HÖRÐUR B. FINNSSON. - Tekst honum að hnekkja Norður- landametinu í 200 metra bringu- sundi í kvöld? I fyrrakvöld fóru fram leikir á íslandsmótinu f handknattleik, en á það mót er nú að koma nokkur „seinnihlutasvipur“, þvi úrslit einstöku riðia eru tekin að skírast og urslit í nokkrum flokkum þegar fengin. Mesta athygli í fyrrakvöid vakti sigur Frams yfir FH, en til þessa hafði Fram ekki unnið neinn þriggja leikja sinna, en vann nú sanngjarnt í skemmtilegum leik yfir íslandsmeisturunum í fyrra, FH, og er FH nú ekki eins líklegt til að verja titil sinn, þó ekki séu öll sund lokuð. Fram tókst að ná yfirhöndinni og hélt henni út leikinn. Mest kom ust Framstúlkurnar í 4 marka for- ystu, en undir lokin voru FH stúlk urnar farnar að narta f forskotið og gerðist leikurinn æsispennandi undir lokin og áhorfendur lágu nú ekki á iiði sínu að hvetja liðin. Fram tókst að vinna og var það réttlátt sem fyrr segir. Annai leikur í mfl. kv. var leik- ur Víkings og KR, og þar vann Víkingur með 10:6. Mega margar KR-stúlknanna muna meiri vel- gengni og blómatíma en þessa, því nú er KR í fallhættu ásamt Fram, en bæði hafa félögln unnið leik, KR vann Fram og Fram vann nú sjálfa íslandsmeistarana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.