Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagurinn 3. apríl 1962. VISIR April er kominn og með hon uni sumartiminn. Og þó enn skiptist hér á frost og snjó- koma er vorið farið að nálgast landið mcð hækkandl sólar- gangi. Með vorinu kemur vortizkan til kvenfólksins utan úr hlnum stóra heimi. Ýnisar breytingar verða á henni eins og jafnan áður, þó engar stórvægilegar að þessu sinni. 9 1 myndsjánni i dag birtast nokkrar rnyndir sem sýna nýju hattatizkuna. Úti i London og París eru nýju módelin óðum að koma fram og þá fara islenzku hattabúðlmar líka af siað og senda fulltrúa sina, aðallega út til London til að velja hðfuð t'öt sumarsins. Það er sagt að það líti vel út fyrir hattaverzluninni. Aldrei fyrr hefur kvenþjóðin notað eins mikiö og fjölbreytt úrval af höttum. Þar mun eiga nokk- urn þátt í bandariska forsetafrú in, frú Kennctíy, sem ailtaf er að skipta um hatta og hefur snnnfært stallsystur sínar um það, að fátt skapar eins kven- iega fegurð og smekklegur hatt ur. En það verður að gæta var- úðar í að velja hattinn. Fátt er eins vandasamt í tízkunni eins og velja rétta hattinn. Hattarnir sem hér birtast eru cnskir. Margir þeirra mun sjást i verzlunum hér í bænum Barðastór hattur í börðin ljóskremuð. dökkgrænum lit, Sléttur ullarhattur með dúsk, bleik- ur á .lit. Ljósgrænn hattur með dökkgrænum borða. Hattur úr dúnkenndum fjöðrum, sem setja á hann austrænan svip. Hattur úr slípuðu strái, sem glampar í kanelbrúnum, hvítum og svörtum lit. Glæsilegur hvftur flókahattur með dökkbláum borða. Gljáandi svört lakkslaufa á sinneps- gulum stráhatti. Hárauður og áberandi „tjull“hattur. Einföld blá og hvít húfa. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.