Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 2
VISIR Þriðjudagurinn 24. apríl 1962. ,^>4 11 r n w 1 1 „ V7////JL “TT3 °T íslendingar á forsíðu Eins og getið var í fréttum hér í blaðinu fyrir páskahátíðina fóru á annað hundrað manns til Glas- gow á laugardagsnóttina með tveim flugvélum. Þessi viðbúnað- ur vakti geysiathygli í Glasgow og þegar fiugvélarnar komu var þar fyrir hópur ljósmyndara og blaðamanna, og eftir svo sem klukkutíma var fréttin á forsíðum blaðanna ásamt myndum. Fyrir- sagnirnar hljóðuðu: Icelanders fly- in — ÁFRAM St. Mirren o. s. frv. íslendingarnir eyddu morgnin- um til innkaupa, sem eru geysi- hagstæð í Glasgow, en eftirmiðdag- urinn fór að mestu í að komast til Hampden og frá, enda umferðin gífurleg þegar 130.000 manns er á leið að sama punktinum. Það var tilkomumikil sjón fyrir okkur Islendingana, sem erum öliu Aðeins sex í víðavangshlaupi 47. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fór fram að venju á sumardag- inn fyrsta (skírdag). Úrslit urðu þessi: 1. Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 9.24.2 mín. 2. Agnar Leví, KR, 9.24.6 mín. 3. Halldór Jóhannsson, HSÞ, 10.01.4 mín. 4. Reynir Þorsteinsson, KR, 10.43.5 mín. 5. Jón Guðlaugsson, HSK, 11.05.0 mín. 6. Kristján Mikaelsson, iR, 11.46.0 mín. Minnstu munaði að þessi eini ÍR-ingur í hlaupinu yrði ekki með, en hann hafði unnið í tvo sólarhringa samfleytt í fisk- vinnu og sofið 3 tíma fyrir keppnina, en mætti samt og mættu margir frjálsfþróttamenn læra af þessum unga manni. — Þátttaka hefur aldrei verið minni í hlaupinu en nú. KR vann 3ja manna sveitakeppn- ina, en engin 5 manna sveit kom fram. vanari 1000 áhorfendum teða eitt- hvað þar um bil að sjá um 130 þús. æpandi hausa, sem þegar voru farnir að syngja baráttusöngva sína rúmri klukkustundu fyrir leikinn. Það vakti líka athygli okkar hve var margt illa tii fara, tötralegt og óhreint, margt áberandi drukkið og jafnvel unglingarnir voru marg- ir undir áhrifum áfengis. Þegar leikmennirnir komu inn á völlinn að loknum hátíðasýningun- um ætlaði allt um koll að keyra. Og út leikinn voru liðin hvött, oft svo að maður fékk hellur fyrir eyrun af hrópunum. Starfsmenn- irnir niðri á leikvanginum höfðu nóg að gera að flytja fólk af á- horfendapöllunum, því þar leið yf- ir fólk á nokkurra sekúndna milli- bili vegna þrengsla og troðnings. Rangers-iiðinu var haldið hóf á St. Enoch Hotel við safnefnt torg, en hótel þetta er steinsnar frá skrifstofu Flugfélags Islands. Fyrir utan hótelið var allan daginn og langt fram á kvöld hundruð áhang- enda Rangers, sem heimtuðu liðs- menn fram á svalir hótelsins, hvað þeir og gerðu öðru hverju. Segja mætti mér að eitthvað hefði verið sagt, ef ísle\nzkir íþróttamenn hefðu fyllt sigurbikar sinn með kampavíni og helt yfir mannfjöld- ann eins og hinir glöðu Rangers- leikmenn gerðu þarna. En Skotarn- ir kalla ekki allt ömmu sína og opnuðu bara munnana og reyndu að ná sem mestu af freyðandi kampavíninu sem átrúnaðargoðin höfðu sent þeim. Áhorfendur að þessum atburð- um fannst mér einna líkastir því að vera haldnir móðursýki svo mikif er dýrkun þeirra. T. d. þegar Millar, miðherji Rangers yfirgaf samkvæmið, var eins og fagnaðar og hrifningarbylgja færi um mann- skapinn. Og þegar leikmenn köst- uðu bláu féiagshálsbindunum sín- um niður af svölunum ætlaði allt um koll að keyra. Margir 1 hópnum urðu til að á- varpa okkur íslendingana, ekki sízt er þeir sáu merki Flugfélagsins, og þá tók ýmislegt að rifjast upp, einn hafði verið í Fossvoginum á stríðs- árunum og fannst Fossvogurinn mjög skemmtileg „borg“ og ekki fannst honum Hafnarfjörðurinn síðri. Annar sagði okkur að við hefðum heldur átt að sjá Beck gegn Celtic, „þá var hann mörgum sinn- um betri en nú“. Og þannig vor- um við allt í eihu orðnir mál- kunningjar fjölda Rangersaðdá- enda, og er við urðum að fara nið- ur í skrifstofu ICELANÐAIR kvöddu okkur margir vinir með handabandi, því þannig eru Skot- arnir, þessir litlu, glaðlyndu og kviku náungar. - jbp - Þér gengur betur næst -» segir Guðrún Beck, systir Þórólfs hughreystandi eftir tapleikinn á laugardaginn. Guðrún kom í heimsókn til Þórólfs á þriðjudaginn var og hyggst vera viku i viðbót í Glasgow. Hún hefur orðið forsíðuefni blaðanna í Glasgow og viðtöl við hana birzt. Þórólfur heldur á mingjagrip um góðan árangur St. Mirren í Bikarkeppn- inni og er heldur stúrinn á svip. „Mér fannst ég hafa „skúffað“ íslendingana, sem komu um svo langan veg“. rslitunum Það vantaði ekkert á stemning- una og æsinginn i sambandi við úrslitaleik skozku knattspyrnunn- ar á laugardaginn. Ramminn utan um leikinn var stórkostlegur. Mikl- ar sýningar, sekkjapípu og lúðra- sveitir á 3. hundrað manna og ekki sizt áhorfendaskarinn, sem opin- berlega var talinn 127.940, en ef- laust er rétta talan yfir 130.000. Áhorfendurnir voru farnir að streyma til Hampden fyrir kl. 2, en kl. 3 e. h. hófst leikurinn. Syngj- andi og veifandi hrossabrestum og Þórólfur fékk boltann á 28. mínútu fyrri hálfleiks og drap hann fallega á brjóstið eins og myndin sýnir og skaut fallegu og föstu skoti í bláhornið en Ritchie varði mjög vel. Þetta skot var bezta tilraun St. Mirren í leiknum og mjög fallega gert hjá Þórólfi. Hægra megin á myndinni er Kerrin- gan,’ miðherji og vinstramegin er Galdow, fyrirlliði Rangers, sem misst hefur af boltanum. Twar- ton dómari er aftan til á myndinni. öðrum hávaðatólum komu- aðdá- endurnir til leiksins, margir áber- andi tötralegir, drukknir og á okk- ar vísu „ekki vallarhæfir". Á nokkrum stöðum mátti sjá ung- linga, sýnilega drukkna, sem lent höfðu í orðaskaki og minnstu mun- aði að lentu saman í áflogum. All- flestir áhorfendur báru trefla, ann- áðhvort bláa-rauða-hvíta (Rang- ers) og þeir voru í stórum meiri- hluta, eða svarta-hvíta (St. Mirren). 1 stæðunum var blár litur líka á- berandi mjög og Rangers virtust hafa yfirgnæfandi meirihluta með sér. Yfirburðunum svarað með heppni Saints. Klukkan 14.55 komu leikmenn hlaupandi út á leikvöllinn með fjölda ungra hlaupapilta í farar- broddi, Ranger.; í bláum búningum og hvítum buxum eins og Framar- ar hér,, en St. Mirren hvítir og mjög líkir Real Madrid, a. m. k. áður en leikurinn hófst, því leikur þeirra reyndist yfirleitt heldur slakur og miklum mun verri en hjá Rangers. Rangers hófu þegar sókn, en þó ekki þunga fyrstu mínúturnar. Á 11. mínútu kom fyrsta verulega tækifærið i leiknum, en þá voru tveir leikmenn Rangers í góðu færi á markteig en báðir „kiksuðu". Á 12., 13. og' 14. mínútu áttu Rang- ers-menn góð færi, Williamsson varði fallega skot frá Henderson og á . 19. mínútu björguðu St. Mirren-menn á yfirnáttúrlegan hátt a. m. k. tvisvar. Þórólfur skapaði fyrsta tækifæri St. Mirren. Á 28. mínútu skapaði Þórólfur fyrsta tækifærið, sem eitthvað kvað að hjá St. Mirren. Þórólfur fékk háan bolta innan vítateigs, drap hann á brjóstið Iíkt og við sáum hann svo, oft gera, er hann lék með KR, síðan lagði hann bolt- ann fyrir sig og skaut hörkuskoti í v. hornið >en nú kom Ritchie markvörður til skjalanna og varði meistaralega í horn, en naumlega þó. Og enn hélt yfirburðum Rang- ers áfram og blái liturinn í áhorf- endaröðunum öskraði villimann- lega og heimtaði mörk, sem i raun Framh á 10. síSu HAMPDEN Meðal áhorfendánna á Hamp- den Park í Glasgow á lgugar- daginn var íþróttafréttaritari frá Vísi, en hann tók sér far í Viscount-flugvél sem fór með 53ja manna hóp til Glasgow. Hér á siðunni er frásögn fréttamannsins á leiknum og á- horfendunum í Glasgow.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.