Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagurinn 24. apríl 1962. VISIR Frá skíða- i , , ■. .. landsmótinu SKÍÐAMÓT ISLANDS fór fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana og fór það sérlega vel fram, enda var allan tímann blíð viðri, sólskin og logn. Safnaðist mikill mannfjöldi saman til að horfa á keppnina og njóta hins góða veðurs á fjöllum uppi. Mikil aðsókn var að veitinga- stofunni í hinum nýja skíðaskála Akureyringa og skíðalyftan sem var í gangi allan timann var sér- staklega vinsæl. Myndsjáin birtir i dag nokkr- ar ljósmyndir, sem Mats Wibe Lund tók á mótinu. Var keppnin hörð í mörgum greinum óg oft tvísýnt um hverjir myndu bera sigur af hóimi. Kristinn Benediktsson frá Isafirði sigraði örugglega í svigi. Sést hann hér fara á fullri ferð gegnum eitt hliðið. Keppendur fara upp í skíðastökkbrautina. Á myndinni sjAst Birgir Guðlaugsson sem hafði sigrað í 30 km. göngu og Þórhallur Sveinsson sem sigraði í norrænni tvíkeppni unglinga en með þeim er Erla Svanbergs. Ellefu bílar í öræfi Ellefu bílar héldu austur yfir sanda og austur í Öræfi um pásk- ana, og er það langstærsti leiðang- urinn sem lagði Iandleiðis úr Rvik um bænadagana. Voru þetta bæði hópar á vegum Guðmundar Jónassonar og Úlfars Jakobséns og auk þess nokkrir einkahópar, sem voru í samfloti austur yfir sandana. Vísir átti f morgun tal við Guð- mund Jónasson og sagði hann að ferðin hafi gengið vel og ekki ver- ið mikið í ánum, eins og' margir ottuðust þó vegna leysinganna. — Færð var auk þess sæmileg nema austast í Fljótshverfi, þar var veg- urinn mjög sundurgrafinn og ófær að heita mátti. Veður var fagurt og bjart á páskadag, en hina dag- ana var dumbungsveður og stund- um rigning. Ferðafélag íslands efndi tii hóp- ferðar í Þórsmörk. Hún gekk að óskum og veður var sæmílegt, en bezt á páskadag. Alls voru 27 manns í hópnum og var gengið um Mörkina þegar veður leyfði á dag- inn. Ferð Ferðafélagsins að Haga- vatni féll niður. Sömuleiðis féllu allar ferðir Ferðaskrifstofu ríkis- ins niður um páskana. Hópur frá Guðmundi Jónassyni fór á Snæfellsnes og var gengið á jökulinn í fegursta veðri á páska- dag. Einnig gerðu Farfuglar leið- angur í Dali og á Snæfellsnes um páskana. Fámennur hópur lagði af stað í Landmannalaugar, en varð að snúa til baka vegna krapaelgs og ófærð- ar. Hafðist hópurinn við í sæluhúsi í svokölluðu Áfangagili vestan í Válahnúk um bænadagana og hélt sig þar í grennd á skíðum. Annars virðist áhugi fólks fyrir að komast úr bænum hafa dofnað verulega vegna breytts veðurlags og frétta af ófærð á vegum úti. Hættu því margir við ferðalög, sem annars voru ákveðnir í að fara úr bænum. iinar Markan sýnir Einar Markan, hinn gamalkunni söngvari, opnar í dag sína fyrstu málverkasýningu í Myndasalnum að Týsgötu 1. Á sýningu þessari, sem verður opin til mánaðamóta kl. 1—7 síð- degis, eru sýndar 20 vatnslita- myndir. Vantar vanan HÁSETA á m.b. Haffara frá Reykjavík. Uppl. f síma 13572. (448 - HíPPDHtrn lOCþ' VINNINSAR I MÁNDÐI V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.