Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagurinn 24. apríl 1962. VfSfR Hátíðlegt aftnæfí Kilfans / gær Sextugsafmæli Nóbelskáldsins | Halldórs Kiljans Laxness var i haldið hátíðlegt á þrem stöðum í Reykjavík í gær — að afmælis-1 barninu f jarstöddu. Það voru j bókaútgáfan Helgafell, bók-1 menntafélagið Mál og menning, ! og Ríkisútvarpið, sem minntust afmælisins sérstaklega. Kiljansafmæli. Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells efndi til „Kiljansaf- mælis" í samkomuhúsi Háskól- ans kl. 2 síðdegis í gær, og var það mjög fjölsótt, enda mikil tilhlökkun að sjá leikna marga kafla úr nokkrum sögum Kilj- ans. Hátíð þessi hófst með ávarpi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, og þarf ekki að rekja efni þess, því að það var flutt aftur í afmælisdagskrá Ríkisútvarpsins um skáldið í gærkvöldi. Var gerður góður rómur að ávarpi ráðherrans, og að því loknu var byrjað að leika þætti úr' verkum Halldórs, sem Lárus Pálsson hafði valið og sett saman, og stjórnaði leiknum og lék sjálfur mörg hlutverk. Aðrir leikendur voru Helga Valtýsdótt ir, Haraldur Björnsson og Rúrik Haraldsson. En leiknir voru kaflar úr sögunum Paradísar- heimt, Heimsljósi, Brekkukots- annál, Sölku Völku og Islands- klukkunni. Vakti leiksýning þessi mikla og innilega hrifn- ingu, og verður nánar sagt frá afmælinu í blaðinu á morgun. Margir listamenn, skáld og menntamenn voru meðal gesta. Forseti Islands og forsetafrú voru og viðstödd. Afmælissýning. Þegar lauk afmælishaldinu í Háskólabíóinu, var kl. 5 síðdegis opnuð sýning á ve'gum Máls og menningar í Snorrasal. Hófst sú sýning i gær með því að sýnd var ný kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen hefir gert uni Halldór, texti er saminn og fluttur af dr. Kristjáni Eldjárn og tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Á sýningu þessari eru allar bækur Halldórs á íslenzku og fjöldi er- lendra þýðinga. Þá eru sýnis- horn handrita, blaðagreinar ogI tímarita eftir Halldór og um- sagnir og greinar um hann úr j íslenzkum og erlendum blöðum. j Uppsetningu sýningarinnar gerði Gísli Björnsson teiknari. Síðast en ekki sízt er að geta þess, að á sýningunni er ný, mynd, sem Sigurjón Ólafsson' myndhöggvari hefir gert. Sýning in verður opin í viku kl. 2—10 síðdegis. Höll sumarlandsins. Ríkisútvarpið hafði og afmæl- isdagskrá helgaða Halldóri sex- tugum. Fluttu fyrst ávörp Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor. Þá söng Þuriður Páls- dóttir Unglinginn í skóginum eftir Jórunni Viðar (sem lék und ir) og Vögguvísu eftir Jón Nor- dal, ljóðin eftir Kiljan. Loks var Höll sumarlandsins færð f leik- búning af Þorsteini Ö. Stephen- sen, sem og var leikstjóri, en Jón Þórarinsson samdi tónlist og stjórnaði flutningi hennar. Aðal- hlutverk léku Lárus Pálsson, Kristbjörg Kjeld, Róbert Arn- finnsson. Kiljan í Kaupmannahöfn. Sem áður segir, var Halldór Kiljan sjálfur víðs fjarri, hann hrkaogleikgleði mmnu Halldór Kiljan Laxness skáld. (Ljósm.: Þorst. Jósepsson). var úti í Kaupmannahöfn á af- mælisdaginn. íslenzkir stúdentar í Höfn héldu honum samsæti og las hann fyrir þá upp úr hinu nýja leikriti, sem hann hefir ný- lokið við. Hann er á heimleið með fjölskyldu sína eftir vetrar- dvöl í Vín. Skákþingi Islands 1962 er nú senn að ljúka og hefur sett skemmtilegan svip á bæjarlífið. Hefur verið teflt alveg yfir pásk- ana af mikilli hörku og leikgleði og áhorfendur ekki látið sig vanta. Teflt er nú í þrem flokkum, Iandsliðsflokki hinir tilskyldu 12 keppendur, meistaraflokki 19, ung- lingaflokki 16. Það er ánægjuteg og tímabær nýbreytni, að nú er teflt í fyrsta skipti í unglingaflokki á ísl. þingi. Hefur Æskulýðsráð Reykjavíkur sýnt Skáksambands- stjórninni þá velvild að lána ókeyp- is húsnæði undir þá keppni. Mótið er einnig merkilegt að þvl leyti, að nu er í fyrsta skipti keppt full- komlega í landsliðinu' eftir hinum nýju skáksambandslögum frá 1960, þar sem einn keppir við alla og allir við einn. Ánægjulegt er að eini stórmeistarinn okkar, Friðrik Ólafsson, skuli vera einn af þátt- takendum. Setur hann sérstakan svip á mðtið með Ijúfri og drengi- legri framkomu. Sérstaka athygli hefur vakið hin slælega útkoma Inga R. Jóhanns- sonar Norðurlandameistara í skák. Var búizt sérstaklega við því í I byrjun mótsins, að hann yrði sá eini, sem gæti veitt stórmeistar- anum einhverja keppni, þar sem hann tvívegis hefur verið fyrir of- an hann á mótum hér. Meðal ann- ars reiknaði mótstjórnin með bví og raðaði keppendum þannig upp að þeir tefldu úrslitaskákina í síð- ustu umferð. En raunin varð nú önnur. Það varð Björn Þorsteinsson, hinn ungi og efnilegi meistari sem veitti Frið- rik hörðustu keppnina. Eftir 8 um- ferðir var Björn efstur með 100% vinninga, en Fr. Ól. hafði iy2 eftir 8 umf. þar sem hann náði jafntefli í tapaðri stöðu móti Sigurði Jóns- syni í annarri umferð. í níundu umferð tapaði svo Björn sinni fyrstu skák móti Gunnari Gunn- arssyni, en Fr. Ól. vann sína á móti Helga Ólafssyni. En í tíundu umferð tefldu þeir svo saman Björn og Friðrik eiginlega úrslitaskákina um efsta sætið (og rúmaði ekki Breiðfirðingabúð áhorfendur). Frið- rik vann þá skák og var þar með búinn að tryggja sér efsta sætið fyrir síðustu umferð. En Björn var búinn að tryggja sér annað sætið fyrir 3 síðustu umferðir mótsins. Geri aðrir betur. mr handtúí mannslífí r Sunslineisfssramóf Isíands Sundmeistaramót íslands 1962 fer fram í Hveragerði 19. og 20. maí n. k. Keppt verður f eftirtöld- um greinum: Fyrri dagur, kl. 15,00: 100 m.. skriðsund, karla. 100 m. baksund, kvenn: 100 m. bringusund, karla. 100 m. skriðsund, drengja. 50 m. skriðsund, í telpna. 200 m. baksund, karla. 200m. baksund, kvenna. 3x50 m. þrísund, drengja. 3 x 50 m. þrÍEund, kvenna. 4x100 m. fjórsund, karla. Seinni dagur, kl. 10,00: 1500 m. frjáls aðferð karla. Kl. 15.00: 100 m. flugsund, karla. 100 m. bringusund, drengja. 400 m. skriðsund, karla. 100 m. skriðsund, kvenna. 100 m. baksund, karla. 50 m. bringusund, telpna. 100 m. baksund, drengja. 200 m. bringsund, karla. 3 x 50 m. þrícund, telpna. 4x100 m. skriðsund, karla. Þátttökutilkynningar skulu send- ar Sundsambandi fslands, Reykja- vík, fyirir 10. maf. 1 sambandi við mótið verður sundþing Sundsambands íslands haldið og hefst það að lokinni keppni, fyrri daginn. 1 FYRRINÓTT kviknaði í vél- bátnum Fjarðakletti frá Hafn- arfirði, þar sem hann Iá innan um aðra báta í Grindavík, cn hann er geröur út þaðan. Áhöfn in á vélbátnum Þorbirni varð eldsins vör og slökkti hann fljót lega og bjargaði þannig úr bráðri hættu einum skipverja á Fjarðakletti, Guðmundi Vigfús- syni frá Hafnarfirði, og hindraði að eldurinn læstist um bátinn og tefldi þar með öðrum bátum í hættu. Fjarðaklettur er einn af Sví- þjóðarbátunum, byggður 1947, og um 100 lestir. Eldhús er á þilfari fyrir aftan brúna og það var í eldhúsinu, sem eldurinn kviknaði, og mun hafa kviknað í út frá olíukyndingu. M.b. Þor- björn lá utan á Fjarðrtkletti, en vegna þrengsla í höfntoni, liggja bátarnir, einir 10 hver út af öðr- um, alls um 40—50 bétar, og er skipverjar komu um borð að á- liðinni nóttu til þess að fara í róður, urðu þeir eldstos í Fjarða kletti varir, gripu fcraftmikla dælu og hófust handa um að slökkva eldinn og ^ekk það greiðlega. Eldurinn v?r þá far- inn að læsast um eldhúsið og kominn í dyragættina! Var það klætt með panel, en sf'kum þess hve vel gekk að slöl<kva urðu skemmdir miklu minrri en ætla mætti. Úr eldhúsinu ar gangur niður í káetu og mað'ir, er þar var, í stórhættu, ef ékki hefði tekist að slökkva eldinn fljót- lega. átam Þegar Vísir hafði tal af Grinda vík í morgun var Fjarðaklettur farinn á veiðar, svo að ekki var hægt að fá upplýsingar frá skip- stjóranum, Ingólfi Karlssyni, eða öðrum skipverjum, en hann mun annars ekki hafa verið kominn um borð, er eldsins varð vart. Karlsefni — Framh. aí 1. síðu. sjómannafélaginu, þegar þið kom- uð í höfn? — Jú, en það var litið, þeir spurðu bara hvort ég hefði beðið skipshöfnina um að fara i túrinn og ég svaraði því játandi. Annars gerðist ekkert sérstakt í túrnum, annað en að við fengum gott verð fyrir aflann. © • Sjálfstæðiskvennafélagið HV0T heldur fund kl. 8,30 annað kvöld í Sjálfstæðishúsinu. Fjármálaráðherra Gunhar Thorodssen flytur erindi um skattamálin. Frjálsar umræður á eftir. Allar sjálfstæðis konur velkomnar. Mætið stundvíslega. Kaffidrykkja. S T J Ó R N I N .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.