Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 24.04.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagurinn 24. apríl 1962. VÍSIR 9 BRUARAR Haukur Tómasson jarðfræðingur. Raforkumálastjómin hefur iátið framkvæma jarðvegsbor- anir á ýmsum stöðum þar sem vatnsvirkjanir koma til greina í náinni framtíð og er það gert til að kanna jarðveginn á stíflustæðunum og hversu traust jarðlögin eru á hverjum stað. Umsjón með þessum jarð- vegsborunum hefur ungur jarð- fræðingur, Haukur Tómasson. Hann Iauk prófi við Stokk- hólmsháskóla fyrir tveim árum, en gekk strax að loknu námi í þjónustu raforkumálastjórnar- innar og hefur haft umsjón með jarðvegsborunum á ýmsum stöðum á Suður- og Suðvestur- landi síðan m. a. við Þjórsá hjá Búrfelli, Hvítá við Hestvatn og nú sfðast við Brúará, en þar var allmikið unnið við boranir bæði í fyrrasumar og eins núna í vet- ur um þriggja vikna skeið. Var tækifærið gripið í vetur á með- an klaki var í jörð til að halda borunum áfram þar sem frá var horfið f fyrra, því landið er þarna blautlent mjög og erfitt að flytja borana úr einum stað í annan nema jörð sé frosin. Unnið er með tvennskonar borum, annars vegar stórum og nokkuð þungum snúningsbor, en með honum eru jarðlögin könnuð til að grennslast eftir þvf hve haldgóð þau eru og um hvaða bergtegundir er að ræða á hverjum stað. Þessi bor kemst niður á allmikið dýpi og sumar holurnar við Brúarár eru um 100 metra djúpar. Hinsveg- ar er unnið með litlum og létt- um höggbor, en ætlunarverk hans er fyrst og fremst að kanna hve djúpur jarðvegurinn er niður á fast berg. Þessi bor er hið mesta þarfaþing og hann hefur verið notaður við að kanna undirstöður í húsgrunn- um í Reykjavík og nágrenni, og sennilega verður honum fengið það hlutverk að leita að bæjar- stæði Ingólfs Arnarsonar hér í Reykjavfk á sumri komanda með fleiri verkefnum sem bíða hans. Annars munu jarðvegsborar Raforkumálastjórnarinnar hafa ærið að gera f vor og sumar því að mikil og samfelld verk- efni bíða þeirra á virkjunar- svæði Þjórsár við Búrfell, og þangað austur verða þeir fluttir einhvern næstu daga.' En svo maður vfki að Brúar- ársvæðinu sérstaklega, má geta þess að virkjun við hana hefur mjög komið til greina fyrir Suðvesturland og Reykjavík svo fremi sem ráðizt verður f litla vatnsaflsstöð af áþekkri stærð og t. d. Steingrímsstöð- in við Sog. Upphaflega var ætlunin, að ef Brúará yrði virkjuð að koma þar upp neð- anjarðarstöð á svipaðan hátt og gert hefur verið við írafoss. En jarðvegsboranirnar leiddu það hinsvegar í ljós að sú áætlun var óframkvæmanleg, því að berglögin voru óþétt og lindir spruttu upp þegar komið var niður á ákveðið dýpi með bor- unum. Nú bullar vatn upp úr sumum holunum og lækir hafa myndazt þar sem áður sá ekki deigan dropa. Alls hafa verið boraðar um 70 holur í rannsóknarskyni á Brúarársvæðinu og með þeim hefur fengizt dýrmæt reynsla, sem lögð verður til grundvallar ef til virkjunarframkvæmda kemur. Óhjákvæmilegt er að byggja ofanjarðarstöð og leiða vatnið að henni í pípum um ca: 2.5 km, sem er að vísu alllöng leið, miðað við aðrar virkjanir hér, en þrátt fyrir allt verður að telja virkjunarmöguleika hagstæða, og alls ekki dýra, við Brúará. Fréttamaður frá Vísi slóst í fylgd með Hauki Tómassyni austur að Brúará fyrir skemmstu. Tveir menn frá raf- orkumálastjórninni voru þá bún ir að vinna þar eystra um hálfs- mánaðarskeið að jarðvegsbor- unum. Þá daga flesta hafði ver- ið hörkugaddur með roki og nepjukulda. Samt sem áður stóðu þeir óslitið við borana frá kl. 8 að morgni til 8 að kvöldi nema hvað þeir skruppu inn í bíl og leituðu þar skjóls á með- an þeir gleyptu í sig brauðbita og kalt kjöt úr dósum. Svo var vinnan hafin á ný. Þeir viður- kenndu að vísu að kuldinn hafi verið mikill, en verkinu yrðu þeir að Ijúka áður en jörð þiðn- aði þvf engu fyrirtæki verður við komið eftir að klaki fer úr jörð. Bóndinn f Efstadal, sem hýsti tvímenningana, sagðist ekki öfunda þá af því að vinna úti í þvílíkum heljarkulda sem gengið hefðu dagana á undan. Það væri ekki heiglum hent. Aðspurðir kváðust bormenn- irnir vera misjafnlega lengi að bora hverja holu, miklu lengur þó með snúingsbornum vegna þess að þær holur eru dýpri miklu. Sá bor er líka miklu fyrirferðarmeiri heldur en högg- borinn sem er léttur í vöfum og mjög auðveldur í flutningi. Annars fer það mikið eftir jarð- lögunum hve fljótlegt er að bora. Ef vel gengur er hægt að # bora eina djúpa og eina grunna holu á dag, eða þá margar grunnar, því að borun bverrar slíkrar holu tekur yfirleilt ekki nema 1—2 klst. ef ekki cr bor- að niður á sjálft berglagiö. Það fer tiltölulega meiri tími í að flytja borinn á milli staða, oft um þýfi, skorninga og skógar- kjarr og yfirleitt um mjög ó- greiðfær svæði. — Hvenær kom Brúarú upp- haglega til greina til virkjunar? spurði fréttamaðurinn Hauk Tómasson. — Fyrstu athuganir á virkj- unarmöguleikum þar voru gerð- ar 1960 að frumkvæði Sigurðar Thoroddsen verkfræðings. Sum- arið 1960 var svo svæðið mælt og eftir þeim mælingum var landið kortlagt eftir flugljós- myndum í fyrra. Sumarið áður, þ. e. 1960 var svæðið einnig at- hugað lauslega jarðfræðilega, en þær athuganir hafði ég með höndum. — Hvenær var byrjað að bora? — í fyrra. Þá voru boraðar fjórar djúpar holur við Efri Brúará, því hugmyndin var þá að gera neðanjarðarstöð með frárennslisgöngum ( þ. e. a. s. sömu virkjunartilhögun og við írafoss). Þessar boranir sýndu að það var ekki framkvæman- legt vegna mikils vatnsaga f berginu. — ' Hvað var þá tekið til bragðs? — Gerð áætlun um virkjun með pípulínu og þá með tvenns- konar tilhögun, annars vegar með því að taka allt fallið í einni virkjun og hinsvegar að að skipta fallinu á tvær virkj- anir. — Hvað yrði þetta - aflmikil virkjun? — Ef fallið er tekið í einni virkjun myndi stærð hennar vera 18 MW afl og árleg orka 140—150 Gigawattstundir. Það yrði áþekkur orkugjafi og Steingrímsstöð við Sog. Ef, aft- ur á móti, yrði skipt á tvær virkjanir verður afl hverrar um sig um það bil helmingur hinn- ar. — Hvaða eiginleika, þ. e. kosti og galla, hefur Brúará til virkjunar? — Brúará er lindá og því með svipaða rennsliseiginleika og Sogið. Þó er rennslið í Efri Brúará éinungis fjórði hluti Sogsins eða um 30 m3/sek. En rennslið er mjög jafnt og mun stærð stöðvarinnar vera miðuð við minnsta rennsli. Fallið sem á að nota í Efri Brúará er á- þekkt og fallið f. Soginu öllu eða um 75 m. í Soginu er fallið notað eins og kunnugt er f þrem virkjunum. Framh, á 10. síðu. Á myndinni sést opið á dýpstu holunni sem boruð hefur verið á Brúarárstæðinu, en hún er 100 m. djúp. Þegar komið var 10 metra niður í bergið kom vatn úr holunni og fór stöðugt vaxandi næstu 30 metrana. Nú bullar mikið vatns- magn upp úr henni jafnt og þétt þar sem áður seytlaði ekki dropi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.