Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 4
Ólögleg afritun og dreifing forrita alvarlegt vandamál? "Við þekkjum hann öll. Hann er hress og kátur, alltaf reiðubúinn að hjálpa, yfirleitt snyrtilegur og kemur vel fram - en hann er afbrotamaður! - Hann dreifir ólöglegum afritum forrita." Eitthvað á þessa leið er innihald auglýsinga nokkurra bandarískra samtaka hugbúnaðarframleiðenda þegar þeir eru að vekja athygli á því gífurlega vandamáli sem ólögleg afritun forrita er orðið þar í landi. í grein sem birtist nýlega í bandarísku tölvutímariti er þeirri fullyrðingu varpað fram að fyrir hvert eitt selt forrit séu níu ólögleg afrit í notkun. Ekki skal fullyrt um réttmæti þessarar fullyrðingar hér. Það er hins vegar ljóst að um verulegar upphæðir er að ræða í töpuðum tekjum framleiðenda og höfunda hugbúnaðar vegna þessa. Hvernig er ástandið hér á landi? Er líklegt að við séum betri eða verri en nágrannar okkar í vestri að þessu leyti? Því miður bendir margt til þess að ástandið hér á landi sé síst betra en annars staðar. Einn hugbúnaðarinnflytjandi fullyrðir að hann viti um ólögleg afrit af þeim hugbúnaði sem hann flytur inn að verðmæti um 100.000.000,- króna. Annar segist hafa selt 80 eintök af hugbúnaði sem sé í notkun hjá nær öllum þeim sem eiga ákveðna tölvutegund. Hann telur verðmæti ólöglega afritaðra eintaka af þessu eina forriti vera nálægt þrjátíu milljónum. Jafnframt segir hann ástandið síst betra varðandi aðra titla sem hann selur, en þeir fylla á þriðja tuginn. Þó að þetta sé erfitt að staðfesta fer ekki hjá því að spumingar vakni við fullyrðingar þessara manna. Getur það verið að verðmæti ólöglega afritaðra forrita hér á landi megi telja í hundruðum milljóna króna?! Hug- og vélbúnaðarsalar sem ég hef rætt við segja að þeim sé mikill vandi á höndum, þeir hafi stundum grun um að notuð 4 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.